Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:01 Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu á Gasa á undanförnum dögum. AP/Khalil Hamra Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira