Skárri kostur en að rústa lífi manns með fangelsisdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2021 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins og líklega það þekktasta. Vísir/Vilhelm Eiríkur Tómasson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir skárra að sekir menn sleppi við fangelsisvist en að saklaus maður endi bak við lás og slá. Dómarar eigi að hafa sannleiksreglu að leiðarljósi í því skyni að rétt sé dæmt í málum sem rati fyrir dóminn. Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann ræddi meðal annars kynferðisbrotamál og meðferð þeirra fyrir dómstólum í þættinum. Tilefnið var sá mikli fjöldi kvenna sem hefur lýst kynferðisbrotum undanfarna daga og í sumum tilfellum slæmri reynslu af leit að réttlæti fyrir dómstólum. „Sýkna er ekki að maður sé lýstur saklaus,“ segir Eiríkur. „Þetta þýðir ekki að brotaþolinn hafi haft rangt fyrir sér. Þetta þýðir bara það að ekki hefur tekist að sanna sekt ákærða. Við það verðum við að búa í réttarríki.“ Eiríkur Tómasson. Sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotamálum hér á landi er um 70% sem er nokkuð lægra en gengur og gerist í öðrum málaflokkum. Það tekur aðeins til mála sem rata fyrir dóm en ekki þeirra sem leiða ekki til ákæru því þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Talið hefur verið að um tíu prósent kvenna sem verða fyrir kynferðisbroti kæri málið til lögreglu. Leita sannleikans Eiríkur segir ótvírætt skárri kost þótt slæmur sé að karlmaður, sem óvíst er hvort sé sekur eða saklaus, sé ekki dæmdur til langrar fangelsisvistar sem „rústi lífi hans“ heldur en að dómarar líti fram hjá vafa í málum og dæmi í fangelsi. „Sem getur þýtt að við erum að dæma saklausa menn til fangelsisvistar. Þetta er meginregla réttarríkisins sem er bæði staðfest í okkar stjórnarskrá og eins í mannréttindasáttmála.“ Aðeins brot af málum rata fyrir Hæstarétt eftir stofnun Landsréttar. Sérstakt tilefni þarf að vera til að mál fái áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Eiríkur vísar til sannleiksreglunnar sem gildi í sakamálum en sé ekki oft nefnd á nafn. „Dómarinn á að leita sannleikans í hverju máli. Þess vegna eiga dómarar að gera allt sem þeir geta til að upplýsa málið svo þeir geti tekið rétta ákvörðun.“ Krefjast fleiri vitna eða gagna Sannleiksreglan lýsir sér í því til dæmis að ef menn játa á sig sök er dómarinn ekki bundinn af því ef hann telur um falska játningu. „Þá á dómarinn að sýkna þrátt fyrir að menn játi á sig sök. Þetta er sem betur fer sjaldgæft en getur gerst.“ Þetta lýsi sér líka í þessum kynferðisbrotamálum. „Ef dómarar telja að málið sé ekki nógu vel upplýst eiga þeir að beina því til ákæruvaldsins, draga fram fleiri vitni, frekari gögn, til þess að málið sé að fullu upplýst. Í því skyni að það sé rétt dæmt að lokum.“ Gera ekki of ríkar sönnunarkröfur Eiríkur var spurður út í gagnrýni þess efnis að dómarar horfðu ekki nógu vel til sálfræðimats og áverkavottorða. Áherslan væri á orð gegn orði, staðhæfingu á móti staðhæfingu. Hvort ekki þurfi að horfa frekar til þessara sönnunargagna. „Jú, ég hef nú einmitt skrifað um það og verið talsmaður þess að við þurfum að gera það einmitt í ljósi þessarar reglu sem ég var að nefna áðan. Þessarar sannleiksreglu. Þarna tölum við um hugtak sem heitir sönnunarkröfur. Það er hægt að gera svo strangar sönnunarkröfur í málum sem þessum að það verður aldrei dæmt sakfelling nema maður játi, þá með trúverðugum hætti. Ég er ekki þar og hef staðfest sakfellingu í málum þar sem menn hafa neitað sök ef fram hafa komið nógu sterk sönnunargögn sem benda til sektar.“ Hann hafi verið hluti af hópi dómara við Hæstarétt sem hafi mótað þá reglu að líta mjög grannt til þessara sönnunargagna og gera ekki of ríkar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Tölfræði sýnir að Landsréttur virðist frekar sýkna eða milda dóma í málum sem koma á borð réttarins eftir meðferð fyrir héraðsdómi. Sönnunarkrafan virðist virka meiri fyrir Landsrétti en í héraði. „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta er umhugsunarefni. Við þurfum alltaf að skoða þetta því það er svo mikilvægt að við reynum að upplýsa þessi mál og reyna að komast að réttri niðurstöðu. En það má ekki verða til þess að dæma saklausa menn í fangelsi fyrir eitthvað sem þeir hafa ekki gert. Því þá er Ísland hætt að vera réttarríki,“ segir Eiríkur. Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Eiríkur var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann ræddi meðal annars kynferðisbrotamál og meðferð þeirra fyrir dómstólum í þættinum. Tilefnið var sá mikli fjöldi kvenna sem hefur lýst kynferðisbrotum undanfarna daga og í sumum tilfellum slæmri reynslu af leit að réttlæti fyrir dómstólum. „Sýkna er ekki að maður sé lýstur saklaus,“ segir Eiríkur. „Þetta þýðir ekki að brotaþolinn hafi haft rangt fyrir sér. Þetta þýðir bara það að ekki hefur tekist að sanna sekt ákærða. Við það verðum við að búa í réttarríki.“ Eiríkur Tómasson. Sakfellingarhlutfall í kynferðisbrotamálum hér á landi er um 70% sem er nokkuð lægra en gengur og gerist í öðrum málaflokkum. Það tekur aðeins til mála sem rata fyrir dóm en ekki þeirra sem leiða ekki til ákæru því þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Talið hefur verið að um tíu prósent kvenna sem verða fyrir kynferðisbroti kæri málið til lögreglu. Leita sannleikans Eiríkur segir ótvírætt skárri kost þótt slæmur sé að karlmaður, sem óvíst er hvort sé sekur eða saklaus, sé ekki dæmdur til langrar fangelsisvistar sem „rústi lífi hans“ heldur en að dómarar líti fram hjá vafa í málum og dæmi í fangelsi. „Sem getur þýtt að við erum að dæma saklausa menn til fangelsisvistar. Þetta er meginregla réttarríkisins sem er bæði staðfest í okkar stjórnarskrá og eins í mannréttindasáttmála.“ Aðeins brot af málum rata fyrir Hæstarétt eftir stofnun Landsréttar. Sérstakt tilefni þarf að vera til að mál fái áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétt.Vísir/Vilhelm Eiríkur vísar til sannleiksreglunnar sem gildi í sakamálum en sé ekki oft nefnd á nafn. „Dómarinn á að leita sannleikans í hverju máli. Þess vegna eiga dómarar að gera allt sem þeir geta til að upplýsa málið svo þeir geti tekið rétta ákvörðun.“ Krefjast fleiri vitna eða gagna Sannleiksreglan lýsir sér í því til dæmis að ef menn játa á sig sök er dómarinn ekki bundinn af því ef hann telur um falska játningu. „Þá á dómarinn að sýkna þrátt fyrir að menn játi á sig sök. Þetta er sem betur fer sjaldgæft en getur gerst.“ Þetta lýsi sér líka í þessum kynferðisbrotamálum. „Ef dómarar telja að málið sé ekki nógu vel upplýst eiga þeir að beina því til ákæruvaldsins, draga fram fleiri vitni, frekari gögn, til þess að málið sé að fullu upplýst. Í því skyni að það sé rétt dæmt að lokum.“ Gera ekki of ríkar sönnunarkröfur Eiríkur var spurður út í gagnrýni þess efnis að dómarar horfðu ekki nógu vel til sálfræðimats og áverkavottorða. Áherslan væri á orð gegn orði, staðhæfingu á móti staðhæfingu. Hvort ekki þurfi að horfa frekar til þessara sönnunargagna. „Jú, ég hef nú einmitt skrifað um það og verið talsmaður þess að við þurfum að gera það einmitt í ljósi þessarar reglu sem ég var að nefna áðan. Þessarar sannleiksreglu. Þarna tölum við um hugtak sem heitir sönnunarkröfur. Það er hægt að gera svo strangar sönnunarkröfur í málum sem þessum að það verður aldrei dæmt sakfelling nema maður játi, þá með trúverðugum hætti. Ég er ekki þar og hef staðfest sakfellingu í málum þar sem menn hafa neitað sök ef fram hafa komið nógu sterk sönnunargögn sem benda til sektar.“ Hann hafi verið hluti af hópi dómara við Hæstarétt sem hafi mótað þá reglu að líta mjög grannt til þessara sönnunargagna og gera ekki of ríkar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Tölfræði sýnir að Landsréttur virðist frekar sýkna eða milda dóma í málum sem koma á borð réttarins eftir meðferð fyrir héraðsdómi. Sönnunarkrafan virðist virka meiri fyrir Landsrétti en í héraði. „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta er umhugsunarefni. Við þurfum alltaf að skoða þetta því það er svo mikilvægt að við reynum að upplýsa þessi mál og reyna að komast að réttri niðurstöðu. En það má ekki verða til þess að dæma saklausa menn í fangelsi fyrir eitthvað sem þeir hafa ekki gert. Því þá er Ísland hætt að vera réttarríki,“ segir Eiríkur.
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira