Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2021 15:08 Sex af níu dómurum við Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg eru íhaldsmenn. Þeir gætu ákveðið að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs í máli MIssisippi-ríkis. AP/Patrick Semansky Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum vonast til þess að mál sem Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti að taka fyrir í dag geti þrengt að rétti kvenna til þess. Íhaldsmenn skipa nú öruggan meirihluta dómara við réttinn eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði þrjá nýja dómara við réttinn á kjörtímabili sínu. Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Málið sem Hæstiréttur Bandaríkjanna tilkynnti að hann tæki til meðferðar á næsta starfsári sínu varðar lög sem voru samþykkt í Mississippi árið 2018 og myndu banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu. Alríkisáfrýjunardómstóll taldi að lögin stríddu gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs og felldi þau úr gildi. AP-fréttastofan segir líklegt að rétturinn taki málið til meðferðar í haust. Í grunninn snúist það um hvort að einstök ríki Bandaríkjanna geti bannað þungunarrof áður en fóstur er talið geta lifað af utan móðurkviðs. Íhaldssamur meirihluti við réttinn gæti nú ákveðið að takmarka verulega þennan rétt kvenna. Íhaldssamir repúblikanar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa samþykkt fjölda laga sem þrengir að rétti til þungunarrofs undanfarin misseri. Dómstólar hafa ógilt þau í mörgum tilfellum. Markmið andstæðinga þungunarrofs er þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki eitt þeirra mála upp og nýr meirihluti íhaldssamra dómara sem eru andsnúnir þungunarrofi breyti fordæminu sem var sett í svonefndu Roe gegn Wade máli frá 1973. Málið sem Hæstiréttur hefur nú tekið upp á sína arma er ekki það eina sem varðar lög um þungunarrof í Mississippi. Önnur lög sem ríkisþingið þar samþykkti og bönnuðu þungunarrof allt niður að sjöttu viku meðgöngu velkjast einnig um fyrir dómstólum. Fleiri ríki þar sem repúblikanar ráða ríkjum hafa samþykkt sambærilega löggjöf um að bann þungunarrof þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri.
Bandaríkin Þungunarrof Trúmál Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. 13. janúar 2021 23:03
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06