Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 10:00 Ágúst Eðvald skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn HK í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Víkingur Á sunnudagskvöld vann Víkingur frábæran 3-0 sigur á Breiðablik. Það væri í raun hægt að hrósa öllum leikmönnum liðsins en ef við tökum nokkra út fyrir sviga þá er vert að hrósa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. Víkingur hefur farið vel af stað og virðist Arnar hafa lent á réttu blöndunni strax í upphafi, eitthvað sem gekk illa í fyrra. Viktor Örlygur Andrason var óvænt í hægri bakverði og átti frábæran leik. Fyrir framan hann var Halldór Jón Sigurður Þórðarson einnig mjög öflugur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þórður hefur gripið gæsina og staðið sig vel það sem af er leiktíð.Vísir/Vilhelm Þá hefur Þórður Ingason gengið í gegnum endurnýjun lífdaga en hann átti vægast sagt slaka leiki í þau fáu skipti sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Þórður hefur hins vegar sýnt sínar bestu hliðar það sem af er tímabili. Leiknir Reykjavík Eftir afhroð á Dalvík gegn KA hefði mátt búast við því að nýliðar Leiknis myndu allavega bogna en annað kom á daginn er liðið tók á móti Fylki á sunnudagskvöld. Sigurður Heiðar Höskuldsson á skilið mikið hrós sem og leikmenn liðsins fyrir að rífa sig upp og sækja fyrsta sigur tímabilsins. Það er ljóst að Leiknismenn munu ekki gefa þumlung eftir á heimavelli í sumar með Leiknisljónin dýrvitlaus í stúkunni. Sigurður Heiðar, þjálfari nýliða Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynsson Ágúst Eðvald kom á láni til FH stuttu fyrir mót. Það virðist sem leikstíll Hafnfirðinga henti þessum unga miðjumanni vel en Ágúst hefur verið frábær það sem af er tímabili. Áður en hann fór út í atvinnumennsku á síðasta ári var umræðan sú að hann væri ekki að skora nóg en hann er kominn með fjögur mörk nú þegar í öflugu liði FH. Last Varnarleikur í föstum leikatriðum KR tók á móti Val í stórleik 4. umferðar á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi. ... Sebastian Hedlund jafnaði metin í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir hornspyrnu Kaj Leo í Bartalsstovu. Er þetta þriðji leikurinn í röð sem KR-ingar fá á sig mark eftir fast leikatriði. Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sjálfsmark eftir vel útfært fast leikatriði Fylkis í síðustu umferð og Brynjar Ingi Bjarnason skoraði með skalla í 3-1 sigri KA á KR í 2. umferð. KR-ingar hafa átt erfitt uppdráttar í föstum leikatriðum.Vísir/Hulda Margrét KR-ingar eru ekki eina liðið sem var í vandræðum með föst leikatriði í umferðinni en eitt marka Leiknis gegn Fylki kom eftir fast leikatriði. Annar leikurinn í röð sem Árbæingar fá á sig mark eftir fast leikatriði. Keflavík fékk einnig á sig mark eftir aukaspyrnu gegn KA og þá skoraði Júlíus Magnússon eftir hornspyrnu gegn Blikum í fyrradag. Ótrúlegt en satt var það ekki með skalla en boltinn skoppaði innan vítateigs áður en Júlíus smellti honum í netið. Markaleysi ÍA og Stjörnunnar ÍA og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í gærkvöld. Liðin eru með aðeins tvö stig þegar fjórar umferðir eru búnar og hafa bæði lið aðeins skorað tvö mörk. Ljóst er að liðin þurfa að spýta í lófana ef þau ætla sér ekki að vera í fallbaráttu fram eftir sumri. Hvorki né Reynsluboltarnir Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nielsen - markverðir Vals og FH - fengu báðir á sig mörk í gær sem þeir hafa að öllum líkindum verið ósáttir með. Báðir svöruðu hins vegar og hjálpuðu liðum sínum að sækja dýrmæta sigra. Gunnar varði vítaspyrnu á mikilvægu augnabliki í leik HK og FH í gærkvöld.Vísir/Vilhelm Hannes Þór varði tvívegis meistaralega undir lok leiks í Vesturbænum og sá til þess að Valur fór með þrjú stig frá Meistaravöllum. Gunnar varði vítaspyrnu Stefáns Ljubicic í stöðunni 1-1 í leik sem FH vann á endanum 3-1. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Fylkir 3-0 | Eftirminnilegt kvöld í Efra-Breiðholtinu Leiknir vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sex ár þegar liðið lagði Fylki að velli, 3-0, í 4. umferð Pepsi Max-deild karla í kvöld. 16. maí 2021 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-0 | Skelltu í lás og fóru á toppinn Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur gegn Breiðabliki sem gekk afar illa að skapa sér færi í Fossvogi í kvöld. 16. maí 2021 22:08 Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Leik lokið: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Leik lokið: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Víkingur Á sunnudagskvöld vann Víkingur frábæran 3-0 sigur á Breiðablik. Það væri í raun hægt að hrósa öllum leikmönnum liðsins en ef við tökum nokkra út fyrir sviga þá er vert að hrósa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. Víkingur hefur farið vel af stað og virðist Arnar hafa lent á réttu blöndunni strax í upphafi, eitthvað sem gekk illa í fyrra. Viktor Örlygur Andrason var óvænt í hægri bakverði og átti frábæran leik. Fyrir framan hann var Halldór Jón Sigurður Þórðarson einnig mjög öflugur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þórður hefur gripið gæsina og staðið sig vel það sem af er leiktíð.Vísir/Vilhelm Þá hefur Þórður Ingason gengið í gegnum endurnýjun lífdaga en hann átti vægast sagt slaka leiki í þau fáu skipti sem hann spilaði á síðustu leiktíð. Þórður hefur hins vegar sýnt sínar bestu hliðar það sem af er tímabili. Leiknir Reykjavík Eftir afhroð á Dalvík gegn KA hefði mátt búast við því að nýliðar Leiknis myndu allavega bogna en annað kom á daginn er liðið tók á móti Fylki á sunnudagskvöld. Sigurður Heiðar Höskuldsson á skilið mikið hrós sem og leikmenn liðsins fyrir að rífa sig upp og sækja fyrsta sigur tímabilsins. Það er ljóst að Leiknismenn munu ekki gefa þumlung eftir á heimavelli í sumar með Leiknisljónin dýrvitlaus í stúkunni. Sigurður Heiðar, þjálfari nýliða Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynsson Ágúst Eðvald kom á láni til FH stuttu fyrir mót. Það virðist sem leikstíll Hafnfirðinga henti þessum unga miðjumanni vel en Ágúst hefur verið frábær það sem af er tímabili. Áður en hann fór út í atvinnumennsku á síðasta ári var umræðan sú að hann væri ekki að skora nóg en hann er kominn með fjögur mörk nú þegar í öflugu liði FH. Last Varnarleikur í föstum leikatriðum KR tók á móti Val í stórleik 4. umferðar á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi. ... Sebastian Hedlund jafnaði metin í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks með góðum skalla eftir hornspyrnu Kaj Leo í Bartalsstovu. Er þetta þriðji leikurinn í röð sem KR-ingar fá á sig mark eftir fast leikatriði. Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði sjálfsmark eftir vel útfært fast leikatriði Fylkis í síðustu umferð og Brynjar Ingi Bjarnason skoraði með skalla í 3-1 sigri KA á KR í 2. umferð. KR-ingar hafa átt erfitt uppdráttar í föstum leikatriðum.Vísir/Hulda Margrét KR-ingar eru ekki eina liðið sem var í vandræðum með föst leikatriði í umferðinni en eitt marka Leiknis gegn Fylki kom eftir fast leikatriði. Annar leikurinn í röð sem Árbæingar fá á sig mark eftir fast leikatriði. Keflavík fékk einnig á sig mark eftir aukaspyrnu gegn KA og þá skoraði Júlíus Magnússon eftir hornspyrnu gegn Blikum í fyrradag. Ótrúlegt en satt var það ekki með skalla en boltinn skoppaði innan vítateigs áður en Júlíus smellti honum í netið. Markaleysi ÍA og Stjörnunnar ÍA og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í gærkvöld. Liðin eru með aðeins tvö stig þegar fjórar umferðir eru búnar og hafa bæði lið aðeins skorað tvö mörk. Ljóst er að liðin þurfa að spýta í lófana ef þau ætla sér ekki að vera í fallbaráttu fram eftir sumri. Hvorki né Reynsluboltarnir Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nielsen - markverðir Vals og FH - fengu báðir á sig mörk í gær sem þeir hafa að öllum líkindum verið ósáttir með. Báðir svöruðu hins vegar og hjálpuðu liðum sínum að sækja dýrmæta sigra. Gunnar varði vítaspyrnu á mikilvægu augnabliki í leik HK og FH í gærkvöld.Vísir/Vilhelm Hannes Þór varði tvívegis meistaralega undir lok leiks í Vesturbænum og sá til þess að Valur fór með þrjú stig frá Meistaravöllum. Gunnar varði vítaspyrnu Stefáns Ljubicic í stöðunni 1-1 í leik sem FH vann á endanum 3-1. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Fylkir 3-0 | Eftirminnilegt kvöld í Efra-Breiðholtinu Leiknir vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sex ár þegar liðið lagði Fylki að velli, 3-0, í 4. umferð Pepsi Max-deild karla í kvöld. 16. maí 2021 22:05 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-0 | Skelltu í lás og fóru á toppinn Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur gegn Breiðabliki sem gekk afar illa að skapa sér færi í Fossvogi í kvöld. 16. maí 2021 22:08 Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53 Leik lokið: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Leik lokið: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Fylkir 3-0 | Eftirminnilegt kvöld í Efra-Breiðholtinu Leiknir vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sex ár þegar liðið lagði Fylki að velli, 3-0, í 4. umferð Pepsi Max-deild karla í kvöld. 16. maí 2021 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-0 | Skelltu í lás og fóru á toppinn Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir frábæran 3-0 sigur gegn Breiðabliki sem gekk afar illa að skapa sér færi í Fossvogi í kvöld. 16. maí 2021 22:08
Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:53
Leik lokið: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Leik lokið: HK - FH 1-3 | Ágúst Eðvald lykillinn að sigri FH FH kom sér upp í fyrsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK á útivelli 3-1. Þeir eru alls komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir en HK hefur ekki ennþá náð að sigra leik á tímabilinu. 17. maí 2021 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 1-4 | KA tyllti sér á toppinn KA menn eru í toppsæti Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu þegar fjórum umferðum er lokið. Þeir unnu góðan 4-1 útisigur í Keflavík í kvöld og eru jafnir Víkingi, FH og Val að stigum á toppnum. 17. maí 2021 21:30