66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. maí 2021 16:25 Ilmurinn kallast Útilykt og verður kynntur á HönnunarMars sem fer fram 19.-23. maí. Benjamin 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. Ilmurinn heitir einfaldlega ÚTILYKT. Um er að ræða þverfaglegt hönnunarverkefni þar sem markmiðið var að búa til ilm fyrir 66°Norður og ákveðinn upplifunarheim í kringum ilminn, en hluti af verkefninu er einnig tónverk sem unnið er af Jónsa í Sigurrós, Sindra og Kjartani Holm. Jónsi í Sigurrós er einn af þeim sem stendur að fyrirtækinu Fischersund sem sérhæfir sig í upplifun og skynjun en hann og systur hans, Lilja, Ingibjörg og Sigurrós, stofnuðu Fischersund saman árið 2017 og því óhætt að tala um alvöru fjölskyldufyrirtæki. Lilja Birgisdóttir, Jón Þór Birgisson, Ingibjörg Birgisdóttir og Sigurrós Elín Birgisdóttir.Benjamin Ilmvatnið er handgert hér á Ísland og unnið úr íslenskum lækningajurtum og jurtaolíum sem gerir þetta að hreinni ilmvöru sem er laus við öll óæskileg aukaefni. Eins og fyrr segir er innblástur sóttur í íslenska náttúru og íslenska útilykt en vindurinn, sjórinn, snjórinn, nýslegið gras og að vera úti lék stærstan þátt í innblæstrinum þegar hönnunarteymi 66°Norður og Fischersund unnu að því að þróa lyktina. 66°Norður og Fischersund leggja bæði mikla áherslu á sterka sögufrásögn í sínu starfi og í þessu samstarfi er í raun um að ræða sögu af Íslandi og íslenskri náttúru í gegnum lykt og tónlist. Hugmyndin var að fanga þessa fersku lykt sem fólk finnur þegar það kemur inn eftir góða útiveru, lykt sem er erfitt að skilgreina nákvæmlega en allir kannast svo vel við. Frá upptökum af náttúruhljóðum fyrir viðburðinn á HönnunarMars.Benjamin Útkoman úr samstarfinu verður innleidd að fullu í haust í verslunum 66°Norður en á Hönnunarmars munu gestir hátíðarinnar gefast þess kost að heimsækja verslun 66°Norður á Laugavegi og upplifa verkefnið ásamt því að takmarkað upplag af ilminum, sem kallast hreinlega Útilykt, verður til sölu. Í haust er áætlað að fleiri geti keypt sér lyktina ásamt því að tónistin verður gefin út. „Samstarfið kom til með þeim hætti að 66°Norður hafði samband við Fischersund um þann möguleika að vinna saman að lykt til þess að bæta upplifun viðskiptavina 66°Norður og tengja vörumerkið og verslanir enn frekar við íslenska náttúru. Jafnframt var stór hluti af verkefninu að sameina áherslur beggja fyrirtækja um að segja sögur og í þessu verkefni, segja sögu frá Íslandi og íslenskri náttúru í gegnum lykt og tónlist, segir Fannar Aðalsteinsson markaðsstjóri 66°Norður. Benjamin Að verkefninu koma systkinin í Fischersund, þau Lilja, Jónsi, Ingibjörg og Sigurrós, ásamt hönnunarteymi 66°Norður og unnu saman að því að þróa og hanna lyktina. Jónsi, Sindri Már Sigfússon og Kjartan Holm sáu svo um tónlistina. „Strax í upphafi var hugmyndin að reyna að fanga þessa fersku íslensku útilykt sem fólk finnur oftast af fötunum sínum þegar það kemur inn eftir góða útiveru. Það er ákveðinn sjarmi yfir þessu orði útilykt því þetta eina orð segir og lýsir svo mörgu sem þú þyrfti mun fleiri orð til dæmis á ensku. Helsti innblásturinn var að reyna að fanga þessar árstíðatengdu lyktir eins og til dæmis af nýslegnu grasi, sjónum og kjarri,“ segir Sæunn Huld Þórðardóttir úr hönnunardeild 66°Norður. Benjamin Fisher systkinin sömdu þennan texta um ilminn: Vindur í fangið úr öllum áttum Skafrenningur smýgur innundir úlpukraga Snjóperlur á frosnum lopavettlingum Berjablá tunga og höfuð hvílir í mjúku lyngi Sláttuvél í fjarlægum garði Óskreytt jólatré fýkur niður gangstétt í sjávarrokinu Hélaðar rúður, veðurfréttir og miðstöðin í botni Hægt verður að upplifa verkefnið, lykta og hlusta, og kaupa lyktina í takmörkuðu upplagi í verslun 66°Norður á Laugavegi. Formleg opnun verður miðvikudaginn 19. maí frá 17 til 20. Kjartan Holm og Sindri Már Sigfússon fara með gesti í ferðalag um hljóðheim Íslands þar sem tónlistin er innblásin af íslenskri náttúru og útilykt. „Þó að þessi tvö fyrirtæki séu að vinna með gjörólíka hluti þá er ákveðin tenging okkar á milli sem er annars vegar íslensk náttúra, 66°Norður gerir íslendingum náttúrulega kleift að njóta hennar í hvaða veðri sem er og svo notum við í Fischersund mikið íslenskar ilmolíur og íslenskar jurtir í okkar ilmvörur. Hins vegar er sterk löngun hjá báðum fyrirtækjum að segja sögur og skapa ákveðinn heim í kringum vörurnar. Strax á fyrsta fundi þá kom upp þessi hugmynd ÚTILYKT sem sameinaði okkar heima fullkomlega. Það kannast allir við fyrirbærið útilykt en það er svolítið erfitt að henda reiður á það og fannst okkur það spennandi verkefni,“ segir Lilja einn eiganda Fischersund í samtali við Vísi. Fischersund ilmgerð verður með opið hús í verslun sinni yfir hátíðina þar sem gestum verður boðið að skyggnast inn í heim ilmgerðar. „Ekki margir vita það en þefskynið er beintengt minningum okkar og tilfinningum. Með því að nota gæða ilmi getur þú haft áhrif á líðan þína. Okkur langaði að skapa fallegan ilm sem er bjartur og endurnærandi eins og tilfinningin að vera úti í íslenskri náttúru,“ segir Lilja um markmiðið með þessum ilmi. „Okkur langaði að gefa fólki smá nasaþef af samstarfinu á Hönnunarmars því þetta er mjög metnaðarfullt og fallegt samstarf.“ Það verður takmarkað upplag af ilmvatnsglösum til sölu á Hönnunarmars en svo kemur ilmurinn formlega út í haust. „Við höfum fært náttúruna inn í verslun 66°Norður á Laugaveginum og verðum með ilm innsetningu þar sem fólk á öllum aldri getur tekið þátt. Þefað, labbað á grasi og hlustað á íslenska náttúru. Jónsi bróðir minn, Kjartan Holm og Sindri Már Sigfússon hafa samið tónlist innblásna af íslenskri útilykt og mun hún verða frumflutt á miðvikudaginn.“ Tónleikar hefjast klukkan 18:00. Lilja segir að fjölskyldan sé spennt fyrir verkefnunum fram undan. „Við höldum áfram að þróa hágæða ilmvörur innblásna af íslenskum ilmheimi og búa til list, og tónlist og alla þá hringavitleysu sem okkur dettur í hug til þess að gleðja andan. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga erlendis og erum núna að færa okkur yfir á Bandarískan markað þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Um Fischersund Fischersund er ilmhús staðsett í miðborg Reykjavíkur sem byggir á upplifun og skynjun. Stofnað árið 2017 af systkinunum og listamönnunum Ingibjörgu, Jónsa, Lilju og Sigurrós. Í vörum okkar skín í gegn mikil ástríða fyrir íslenskum lækningajurtum. Ótvíræður lækningamáttur þeirra og einstakur ilmheimur hefur verið okkur innblástur til þess að búa til sérstæð ilmvötn, náttúrulegar snyrtivörur í vistvænum umbúðum, ásamt handgerðum listmunum í takmörkuðu upplagi. Einnig hefur Fischer reglulega staðið að upplifunum, svo sem ilmsýningunni Fnykur: Brot úr Ilmsögu Íslands, Ilmfinning á Hönnunarmars, Sounds of Fischer svo eitthvað sé nefnt. Um 66°Norður 66°Norður var stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926 þar sem fyrirtækið hóf framleiðslu á fatnaði fyrir íslenska sjómenn. Í framhaldi fóru björgunarsveitir landsins einnig að nota fatnaðinn og hefur fyrirtækið síðan þá stöðugt þróast með þjóðinni og aðlagast breyttum aðstæðum með því að þróa vöruframboðið og hönnun í takti við þarfir hverju sinni. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi 66°Norður og lykill í umhverfisstefnu fyrirtækisins sem snýr að því að gera viðskiptavinum kleift að nýta fatnaðinn sem lengst. Fyrirtækið hefur frá upphafi rekið sínar eigin verksmiðjur og viðgerðastofu og síðan 2019 hefur 66°Norður kolefnisjafnað starfsemi sína. Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ilmurinn heitir einfaldlega ÚTILYKT. Um er að ræða þverfaglegt hönnunarverkefni þar sem markmiðið var að búa til ilm fyrir 66°Norður og ákveðinn upplifunarheim í kringum ilminn, en hluti af verkefninu er einnig tónverk sem unnið er af Jónsa í Sigurrós, Sindra og Kjartani Holm. Jónsi í Sigurrós er einn af þeim sem stendur að fyrirtækinu Fischersund sem sérhæfir sig í upplifun og skynjun en hann og systur hans, Lilja, Ingibjörg og Sigurrós, stofnuðu Fischersund saman árið 2017 og því óhætt að tala um alvöru fjölskyldufyrirtæki. Lilja Birgisdóttir, Jón Þór Birgisson, Ingibjörg Birgisdóttir og Sigurrós Elín Birgisdóttir.Benjamin Ilmvatnið er handgert hér á Ísland og unnið úr íslenskum lækningajurtum og jurtaolíum sem gerir þetta að hreinni ilmvöru sem er laus við öll óæskileg aukaefni. Eins og fyrr segir er innblástur sóttur í íslenska náttúru og íslenska útilykt en vindurinn, sjórinn, snjórinn, nýslegið gras og að vera úti lék stærstan þátt í innblæstrinum þegar hönnunarteymi 66°Norður og Fischersund unnu að því að þróa lyktina. 66°Norður og Fischersund leggja bæði mikla áherslu á sterka sögufrásögn í sínu starfi og í þessu samstarfi er í raun um að ræða sögu af Íslandi og íslenskri náttúru í gegnum lykt og tónlist. Hugmyndin var að fanga þessa fersku lykt sem fólk finnur þegar það kemur inn eftir góða útiveru, lykt sem er erfitt að skilgreina nákvæmlega en allir kannast svo vel við. Frá upptökum af náttúruhljóðum fyrir viðburðinn á HönnunarMars.Benjamin Útkoman úr samstarfinu verður innleidd að fullu í haust í verslunum 66°Norður en á Hönnunarmars munu gestir hátíðarinnar gefast þess kost að heimsækja verslun 66°Norður á Laugavegi og upplifa verkefnið ásamt því að takmarkað upplag af ilminum, sem kallast hreinlega Útilykt, verður til sölu. Í haust er áætlað að fleiri geti keypt sér lyktina ásamt því að tónistin verður gefin út. „Samstarfið kom til með þeim hætti að 66°Norður hafði samband við Fischersund um þann möguleika að vinna saman að lykt til þess að bæta upplifun viðskiptavina 66°Norður og tengja vörumerkið og verslanir enn frekar við íslenska náttúru. Jafnframt var stór hluti af verkefninu að sameina áherslur beggja fyrirtækja um að segja sögur og í þessu verkefni, segja sögu frá Íslandi og íslenskri náttúru í gegnum lykt og tónlist, segir Fannar Aðalsteinsson markaðsstjóri 66°Norður. Benjamin Að verkefninu koma systkinin í Fischersund, þau Lilja, Jónsi, Ingibjörg og Sigurrós, ásamt hönnunarteymi 66°Norður og unnu saman að því að þróa og hanna lyktina. Jónsi, Sindri Már Sigfússon og Kjartan Holm sáu svo um tónlistina. „Strax í upphafi var hugmyndin að reyna að fanga þessa fersku íslensku útilykt sem fólk finnur oftast af fötunum sínum þegar það kemur inn eftir góða útiveru. Það er ákveðinn sjarmi yfir þessu orði útilykt því þetta eina orð segir og lýsir svo mörgu sem þú þyrfti mun fleiri orð til dæmis á ensku. Helsti innblásturinn var að reyna að fanga þessar árstíðatengdu lyktir eins og til dæmis af nýslegnu grasi, sjónum og kjarri,“ segir Sæunn Huld Þórðardóttir úr hönnunardeild 66°Norður. Benjamin Fisher systkinin sömdu þennan texta um ilminn: Vindur í fangið úr öllum áttum Skafrenningur smýgur innundir úlpukraga Snjóperlur á frosnum lopavettlingum Berjablá tunga og höfuð hvílir í mjúku lyngi Sláttuvél í fjarlægum garði Óskreytt jólatré fýkur niður gangstétt í sjávarrokinu Hélaðar rúður, veðurfréttir og miðstöðin í botni Hægt verður að upplifa verkefnið, lykta og hlusta, og kaupa lyktina í takmörkuðu upplagi í verslun 66°Norður á Laugavegi. Formleg opnun verður miðvikudaginn 19. maí frá 17 til 20. Kjartan Holm og Sindri Már Sigfússon fara með gesti í ferðalag um hljóðheim Íslands þar sem tónlistin er innblásin af íslenskri náttúru og útilykt. „Þó að þessi tvö fyrirtæki séu að vinna með gjörólíka hluti þá er ákveðin tenging okkar á milli sem er annars vegar íslensk náttúra, 66°Norður gerir íslendingum náttúrulega kleift að njóta hennar í hvaða veðri sem er og svo notum við í Fischersund mikið íslenskar ilmolíur og íslenskar jurtir í okkar ilmvörur. Hins vegar er sterk löngun hjá báðum fyrirtækjum að segja sögur og skapa ákveðinn heim í kringum vörurnar. Strax á fyrsta fundi þá kom upp þessi hugmynd ÚTILYKT sem sameinaði okkar heima fullkomlega. Það kannast allir við fyrirbærið útilykt en það er svolítið erfitt að henda reiður á það og fannst okkur það spennandi verkefni,“ segir Lilja einn eiganda Fischersund í samtali við Vísi. Fischersund ilmgerð verður með opið hús í verslun sinni yfir hátíðina þar sem gestum verður boðið að skyggnast inn í heim ilmgerðar. „Ekki margir vita það en þefskynið er beintengt minningum okkar og tilfinningum. Með því að nota gæða ilmi getur þú haft áhrif á líðan þína. Okkur langaði að skapa fallegan ilm sem er bjartur og endurnærandi eins og tilfinningin að vera úti í íslenskri náttúru,“ segir Lilja um markmiðið með þessum ilmi. „Okkur langaði að gefa fólki smá nasaþef af samstarfinu á Hönnunarmars því þetta er mjög metnaðarfullt og fallegt samstarf.“ Það verður takmarkað upplag af ilmvatnsglösum til sölu á Hönnunarmars en svo kemur ilmurinn formlega út í haust. „Við höfum fært náttúruna inn í verslun 66°Norður á Laugaveginum og verðum með ilm innsetningu þar sem fólk á öllum aldri getur tekið þátt. Þefað, labbað á grasi og hlustað á íslenska náttúru. Jónsi bróðir minn, Kjartan Holm og Sindri Már Sigfússon hafa samið tónlist innblásna af íslenskri útilykt og mun hún verða frumflutt á miðvikudaginn.“ Tónleikar hefjast klukkan 18:00. Lilja segir að fjölskyldan sé spennt fyrir verkefnunum fram undan. „Við höldum áfram að þróa hágæða ilmvörur innblásna af íslenskum ilmheimi og búa til list, og tónlist og alla þá hringavitleysu sem okkur dettur í hug til þess að gleðja andan. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga erlendis og erum núna að færa okkur yfir á Bandarískan markað þannig að það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Um Fischersund Fischersund er ilmhús staðsett í miðborg Reykjavíkur sem byggir á upplifun og skynjun. Stofnað árið 2017 af systkinunum og listamönnunum Ingibjörgu, Jónsa, Lilju og Sigurrós. Í vörum okkar skín í gegn mikil ástríða fyrir íslenskum lækningajurtum. Ótvíræður lækningamáttur þeirra og einstakur ilmheimur hefur verið okkur innblástur til þess að búa til sérstæð ilmvötn, náttúrulegar snyrtivörur í vistvænum umbúðum, ásamt handgerðum listmunum í takmörkuðu upplagi. Einnig hefur Fischer reglulega staðið að upplifunum, svo sem ilmsýningunni Fnykur: Brot úr Ilmsögu Íslands, Ilmfinning á Hönnunarmars, Sounds of Fischer svo eitthvað sé nefnt. Um 66°Norður 66°Norður var stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926 þar sem fyrirtækið hóf framleiðslu á fatnaði fyrir íslenska sjómenn. Í framhaldi fóru björgunarsveitir landsins einnig að nota fatnaðinn og hefur fyrirtækið síðan þá stöðugt þróast með þjóðinni og aðlagast breyttum aðstæðum með því að þróa vöruframboðið og hönnun í takti við þarfir hverju sinni. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi 66°Norður og lykill í umhverfisstefnu fyrirtækisins sem snýr að því að gera viðskiptavinum kleift að nýta fatnaðinn sem lengst. Fyrirtækið hefur frá upphafi rekið sínar eigin verksmiðjur og viðgerðastofu og síðan 2019 hefur 66°Norður kolefnisjafnað starfsemi sína.
Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira