Spenntur fyrir að fara á Egilsstaði eftir að hafa búið nánast alla ævina í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 15:32 Viðar Örn Hafsteinsson og Einar Árni Jóhannsson munu þjálfa Hött í sameiningu. vísir/sigurjón Einar Árni Jóhannsson segir að þeim Viðari Erni Hafsteinssyni hafi lengi rætt um það að starfa saman. Það gerist á næsta tímabili en Einar Árni hefur verið ráðinn þjálfari Hattar við hlið Viðars. Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Einar Árni lét af störfum hjá Njarðvík eftir tímabilið. Njarðvíkingar héldu sæti sínu í Domino's deildinni eftir mikla baráttu, meðal annars við Hattarmenn. Einar Árni og Viðar sameina nú krafta sína fyrir austan. „Við Viðar erum miklir vinir til margra ára og höfum rætt það okkar í milli oftar en einu sinni að starfa saman. Við sáum það kannski meira gerast í gegnum yngri landsliðin á árum áður. Svo barst þetta í tal. Þau athuguðu með mig seinni part vetrar hver samningsstaða mín væri og hvort ég hefði áhuga á að skoða þessa hluti,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í dag, í Húsgagnahöllinni, af öllum stöðum. Hafði úr þremur fínum kostum að velja „Ég sagði þeim á þeim tíma að ég væri bundinn í mínu verkefni með Njarðvík og þyrfti að einbeita mér að því en væri reiðubúinn að skoða hlutina með þeim hratt og vel að móti loknu. Hlutirnir unnust mjög hratt eftir mót. Ég var fyrir löngu síðan búinn að ákveða að breyta um umhverfi og hafði úr þremur fínum kostum að velja.“ Höttur varð fyrir valinu og Einar Árni flytur til Egilsstaða í sumar. „Ég er mjög spenntur. Ég er 44 ára og hef búið í 43 ár í Njarðvík og níu mánuði í Reykjavík þannig að þetta er vissulega stór og mikil breyting. Mér hefur oft áður staðið til boða að fara út á land að þjálfa og margt spilað inn í að það hefur ekki orðið, fjölskyldan fyrst og síðast,“ sagði Einar Árni sem lætur ekki bara af störfum hjá Njarðvík heldur einnig Njarðvíkurskóla þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Klippa: Viðtal við Einar Árna Höttur er fjórða liðið sem Einar Árni þjálfar og það fyrsta sem leikur ekki í grænum búningum. Auk Njarðvíkur hefur hann þjálfað Breiðablik og Þór Þ. „Því hefur verið kastað á mig áður, að ég hafi bara verið í grænum liðum. Jájá, það er staðreynd,“ sagði Einar Árni. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka til starfa hjá Hetti. Fá aðra rödd í eyrað „Þetta er gott körfuboltalið og í raun of gott lið til að hafa farið niður, eins og öll hin ellefu liðin í deildinni í vetur, en það er spennandi að takast á við það að byggja ofan á þennan vetur. Viðar er búinn að vinna hörkuvinnu þarna í tíu ár. Okkur þykir spennandi að vinna saman og það er spennandi fyrir hans stráka sem hafa bara verið með hann í eyranu í tíu ár. Það er líka spennandi og hollt fyrir mig að takast á við ný andlit. Það var nú eða aldrei að prófa að fara út á land. Þetta er mikil tilhlökkun,“ sagði Einar Árni. Viðar og Einar Árni ásamt Ásthildi Jónasdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar Hattar.vísir/sigurjón Hann segir að markmiðið sé að koma Hetti strax aftur upp í Domino's deildina og festa liðið í sessi þar, eitthvað sem hefur ekki áður tekist. „Við viljum komast upp hið fyrsta og ná stöðugleika í efstu deild því það er mikill metnaður og hugur í fólki. Ég held að tímabilið í ár hafi verið mikil hvatning. Þú finnur það á forráðamönnum liðsins, það er enginn draga saman seglin. Fólk ætlar sér stóra hluti á komandi árum,“ sagði Einar Árni að endingu. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Múlaþing Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik