Þeir hönnuðir sem koma fram í myndinni eru Björn Steinar Blumenstein, Halldór Eldjárn, Hrólfur Karl Cela, Jón Helgi Hólmgeirsson, Magnea Einarsdóttir, Marcos Zotes, Valdís Steinarsdóttir og Ýr Jóhannsdóttir.
En hver er íslenski andinn? Er hann til? Til þess að komast að því skyggnumst við inn í hugarheim átta hönnuða úr ýmsum hornum greinarinnar og heyrum þau túlka íslenska andann og tilvist hans, hvar þau fá innblástur og hvernig þau taka af skarið. Við fáum innsýn í hvernig sjálfbærni er órjúfanlegur hluti vinnu þeirra og heyrum hugleiðingar um kraftinn, orkuna og tengingarnar sem okkur er svo tamt að beisla.
Heimildarmyndina má sjá hér að neðan en hún verður sýnd í sérstökum bíósal í stærsta rými HönnunarMars á Hafnartorgi reglulega yfir hátíðina. Viðburðinn má finna á dagskrá HönnunarMars undir yfirskriftinni Why not? Designing the Spirit of Iceland.