Þetta staðfestir Sigurður Guðjón Gíslason, einn landeigenda, í samtali við mbl.is en miðillinn greindi frá því gær að skilti væri komið upp á svæðinu með upplýsingum um gjaldskylduna.
Fram kemur á skiltinu að það kostar þúsund krónur að leggja.
Sigurður segir að rafrænu eftirliti verði komið á hægt og rólega og þá standi til að leggja ný bílastæði nær gosstöðvunum og leggja veg til að tryggja öryggi fólks og auðvelda aðgang. Framkvæmdirnar komi til með að stytta gönguleiðina um þrjá kílómetra.
„Ég held það sé bara allra hagur að ráðast í þessar framkvæmdir.“