„Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2021 15:20 Þórey Einarsdóttir stjórnandi Hönnunarmars. Aldís Páls Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. Óformleg opnun HönnunarMars verður á Hafnartorgi milli 18-19 í dag en annars eru opnanir og fjör á öllum sýningum HönnunarMars í dag. Þess má geta að öll fagfélög hönnuða og arkitekta standa fyrir sýningum eða viðburðum á HönnunarMars í ár. „Dagsformið er gott. Það má segja að andleg og líkamleg líðan sé ákveðin samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði. Við höfum í raun hvílt í óvissunni síðan öllu var skellt í lás í fyrra. Það er því óneitanlegur léttir að sjá dagskránna taka á sig þessu fjölbreyttu og spennandi mynd og sjá hátíðina raungerast. Nú birtir til enda fimm daga einstök hönnunarveisla fram undan,“ sagði Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars þegar fréttastofa náði tali af henni. Skemmtileg og náttúruleg tenging „HönnunarMars hefur alltaf verið boðberi bjartsýnni, og það er engin undantekning á því í ár. Gleði og jákvæðni eru því áþreifanleg, það er spenna í loftinu. Það eru ákveðnir rauðir þræðir í dagskránni og við sjáum að það þemu á borð við náttúruna, framtíðina, starfrænar lausir og sjálfbæri koma mjög sterk fram í verkefnunum. Venju samkvæmt er verið að kynna nýjar hugmyndir, hanna nýjar lausir og nýjar leiðir.“ Það er ýmislegt nýtt og spennandi á HönnunarMars í ár, sem haldin er í maí vegna Covid. „Við erum auðvitað að prufa okkur áfram að halda hátíð í maí en ekki mars eða júní. Studio HönnunarMars, sem varð til á HönnuarMars í maí, sem ákveðið svar við bæði rafrænni og alþjóðlegri miðlun á þeim tímapunkti, tekur á sig nýja mynd á Hafnartorgi. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að kíkja í heimsókn, skoða fjölbreyttar sýningar, rýna dagskrána og skipuleggja sinn HönnunarMars. Það er hægt að smakka á mars í maí, hönnunarmars kokteil, hitta hönnuði og fanga mómentið með mynd í sérútbúnum HönnunarMars myndakassa. Við lofum innblæstri og við lofum að taka vel á móti öllum. Í ár er útskriftarsýning LHí á dagskrá HönnuarMars það er skemmtileg og náttúruleg tenging enda nemendur framtíðar þátttakendur í HönnunarMars. Í anda nýsköpunar og hönnunar hugsunar þá erum við að prufukeyra nokkar nýjar vörur sem vonandi munu líta dagsins ljós á HönnunarMars 2022 meðal annars Hittu hönnuð á HönnunarMars, leiddar hönnunargöngur og margt fleira. Framleiðsla á nýjum verkefnum stíga einnig fram á sjónarsviðið og þar má nefna hlaðvarpsþættina DesignTalksTalks og HönnunarMars út í heim.“ HönnunarMars fer fram dagana 19. til 23. maí.HönnunarMars Nýtt hlaðvarp um hönnun Covid varð ekki aðeins til þess að hátíðinni var frestað fram í maí heldur hafði það líka áhrif á dagskrána í ár, enda eru enn ýmsar takmarkanir í gildi. „Fjárans veiran heggur skarð í alþjóðlega hluta dagskrár HönnunarMars þar sem erlendir gestir og fjölmiðlar geta ekki komið í eigin persónu í ár. En eins og einhver sagði „never let a good crisis go to waste“ þá hafa orðið til ný og skemmtileg verkefni sem taka mið af þessum ferðatakmörkunum. HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna tóku saman höndum og standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Sömuleiðis í samstarfi við Icelandair, Íslandsstofu, Bláa lónið, 66°Norður og hönnuði fengu allir erlendir fjölmiðlar veglega gjafakassa með íslenskum vörum sent beint heim að dyrum og að sjálfsögðu með boð á HönnunarMars 2022! Einn af okkar lykilviðburðum DesignTalks, sem Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður, stýrir árlega í Hörpu, er ekki á dagskrá annað árið í röð. Hins vegar þá eins og flest allir sem standa að viðburðum, höfum við þurft að finna skapandi lausir til að bregðast við breyttum raunveruleika. Í þeim aðstæðum er vart til betra bakland en lausamiðaðir hönnuðir og arkitektar Og þannig varð hlaðvarpsserían DesingTalksTalks – hlaðvarp um hönnun sem varð til ásamt öðrum verkefnum. Það fer í loftið yfir hátíðina.“ Nánar verður fjallað um hlaðvarpið á Vísi síðar í dag en fyrsti þáttur fer í loftið hér á Vísi og á fleiri hlaðvarpsveitum í fyrramálið. Frá setningu HönnunarMars á síðasta áriHönnunarMars Einstakur arkitektúr Þórey segir að það sé ljóst að hönnuðir hafi nýtt einstaklega vel þetta skrítna Covid-tímabil síðustu mánuði. „Því til sönnunar þá munu nú yfir 400 þátttakendur, hönnuðir og arkitektar í Hönnunarmars stíga fram á sjónarsviðið með einstaklega spennandi og áhugaverðar dagskrá sem er bræðingur af af 89 sýningum, verkefnum, hugmyndum , ferlum og fleira.“ HönnunarMars teymið var að koma sér fyrir í Grósku, sem er iðandi af lífi þessa dagana. „Það er hreinlega eins og við höfum alltaf verið þarna. Arkitektúrin er einstakur og einstaklega góð hljóðvist. Húsið tekur vel utan um mann, svo ekki sé minnst á stærsta lifandi listverkið í formi gróðurhúsaveggs við innganginn sem býður mann velkomin. Auk þess að veita innblástur og er nærandi fyrir líkama og sál. Hugmyndafræðin er frábær og það er virkileg forréttindi að fá að vinna í þessu umhverfi með frábærum nýsköpunar fyrirtækjum, sprotum og svo stöndugum fyrirtækjum. Dóttir mín Andrea sem er sjö ára, kom í heimsókn og fyrsta sem hún sagði „Vá, mamma, er ekki gaman að vinna hérna?“ Það rammar það inn.“ Unnu þrekvirki Opinberar dagsetningar hátíðarinnar eru 19. - 23. maí en hátíðin breiðir úr sér yfir mánuðinn. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. „Hátíðin útvegar öllum sýningarstöðum merkingar þar sem fram koma gildandi sóttvarnarreglur, límmiðar á sprittbrúsa og í samstarfið við 66°Norður fengu þátttakendur einnig grímur. Að sjálfsögðu brýnum við einnig fyrir þátttendur að fylgja gildandi reglugerð sem gefin er út af yfirvöldum í tengslum við sóttvarnir. Það er okkar upplifun heilt yfir að fólk er ábyrgt en að sjálfsögðu getum við ekki tryggt að allir fari eftir settum reglum. Það getur það enginn. En við gerum okkar besta að minna á og ég tel að flestir séu orðnir vanir því að sækja menningarviðburði undir þessum kringumstæðum og að fylgja settum reglum.“ Þórey segist vera einstaklega þakklát fyrir fólkið sem stendur með henni að þessu verkefni. „Teymið á bak við HönnunarMars hefur unnið þrekvikri en þökk sé Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra MHA, Álfrúnu Pálsdóttur, kynningarstjóra, Klöru Rún Ragnarsdóttur, verkefnastjóra dagskrár, Þuru Stínu Kristleifsdóttur, upplifunarhönnuði, auk þeirra Pálu Minny, Karitas Diðriksdóttir, Berglindi Pétursdóttur, Aldísar Pálsdóttur og Einars Egilssonar sem hafa bæst í teymið fyrir hátíð. Einnig þakklæti og bestu þakkir til fjölda þeirra hönnuða og arkitekta sem hafa hvílt í óvissunni með okkur sem bjóða almenningi nú uppá fimm daga sannkallaða veislu fyrir öll skynfærin.“ Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25 Uppskeruhátíð ríflega sjötíu nemenda 18. maí 2021 12:01 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Óformleg opnun HönnunarMars verður á Hafnartorgi milli 18-19 í dag en annars eru opnanir og fjör á öllum sýningum HönnunarMars í dag. Þess má geta að öll fagfélög hönnuða og arkitekta standa fyrir sýningum eða viðburðum á HönnunarMars í ár. „Dagsformið er gott. Það má segja að andleg og líkamleg líðan sé ákveðin samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði. Við höfum í raun hvílt í óvissunni síðan öllu var skellt í lás í fyrra. Það er því óneitanlegur léttir að sjá dagskránna taka á sig þessu fjölbreyttu og spennandi mynd og sjá hátíðina raungerast. Nú birtir til enda fimm daga einstök hönnunarveisla fram undan,“ sagði Þórey Einarsdóttir stjórnandi HönnunarMars þegar fréttastofa náði tali af henni. Skemmtileg og náttúruleg tenging „HönnunarMars hefur alltaf verið boðberi bjartsýnni, og það er engin undantekning á því í ár. Gleði og jákvæðni eru því áþreifanleg, það er spenna í loftinu. Það eru ákveðnir rauðir þræðir í dagskránni og við sjáum að það þemu á borð við náttúruna, framtíðina, starfrænar lausir og sjálfbæri koma mjög sterk fram í verkefnunum. Venju samkvæmt er verið að kynna nýjar hugmyndir, hanna nýjar lausir og nýjar leiðir.“ Það er ýmislegt nýtt og spennandi á HönnunarMars í ár, sem haldin er í maí vegna Covid. „Við erum auðvitað að prufa okkur áfram að halda hátíð í maí en ekki mars eða júní. Studio HönnunarMars, sem varð til á HönnuarMars í maí, sem ákveðið svar við bæði rafrænni og alþjóðlegri miðlun á þeim tímapunkti, tekur á sig nýja mynd á Hafnartorgi. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að kíkja í heimsókn, skoða fjölbreyttar sýningar, rýna dagskrána og skipuleggja sinn HönnunarMars. Það er hægt að smakka á mars í maí, hönnunarmars kokteil, hitta hönnuði og fanga mómentið með mynd í sérútbúnum HönnunarMars myndakassa. Við lofum innblæstri og við lofum að taka vel á móti öllum. Í ár er útskriftarsýning LHí á dagskrá HönnuarMars það er skemmtileg og náttúruleg tenging enda nemendur framtíðar þátttakendur í HönnunarMars. Í anda nýsköpunar og hönnunar hugsunar þá erum við að prufukeyra nokkar nýjar vörur sem vonandi munu líta dagsins ljós á HönnunarMars 2022 meðal annars Hittu hönnuð á HönnunarMars, leiddar hönnunargöngur og margt fleira. Framleiðsla á nýjum verkefnum stíga einnig fram á sjónarsviðið og þar má nefna hlaðvarpsþættina DesignTalksTalks og HönnunarMars út í heim.“ HönnunarMars fer fram dagana 19. til 23. maí.HönnunarMars Nýtt hlaðvarp um hönnun Covid varð ekki aðeins til þess að hátíðinni var frestað fram í maí heldur hafði það líka áhrif á dagskrána í ár, enda eru enn ýmsar takmarkanir í gildi. „Fjárans veiran heggur skarð í alþjóðlega hluta dagskrár HönnunarMars þar sem erlendir gestir og fjölmiðlar geta ekki komið í eigin persónu í ár. En eins og einhver sagði „never let a good crisis go to waste“ þá hafa orðið til ný og skemmtileg verkefni sem taka mið af þessum ferðatakmörkunum. HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna tóku saman höndum og standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Sömuleiðis í samstarfi við Icelandair, Íslandsstofu, Bláa lónið, 66°Norður og hönnuði fengu allir erlendir fjölmiðlar veglega gjafakassa með íslenskum vörum sent beint heim að dyrum og að sjálfsögðu með boð á HönnunarMars 2022! Einn af okkar lykilviðburðum DesignTalks, sem Hlín Helga Guðlaugsdóttir, hönnuður, stýrir árlega í Hörpu, er ekki á dagskrá annað árið í röð. Hins vegar þá eins og flest allir sem standa að viðburðum, höfum við þurft að finna skapandi lausir til að bregðast við breyttum raunveruleika. Í þeim aðstæðum er vart til betra bakland en lausamiðaðir hönnuðir og arkitektar Og þannig varð hlaðvarpsserían DesingTalksTalks – hlaðvarp um hönnun sem varð til ásamt öðrum verkefnum. Það fer í loftið yfir hátíðina.“ Nánar verður fjallað um hlaðvarpið á Vísi síðar í dag en fyrsti þáttur fer í loftið hér á Vísi og á fleiri hlaðvarpsveitum í fyrramálið. Frá setningu HönnunarMars á síðasta áriHönnunarMars Einstakur arkitektúr Þórey segir að það sé ljóst að hönnuðir hafi nýtt einstaklega vel þetta skrítna Covid-tímabil síðustu mánuði. „Því til sönnunar þá munu nú yfir 400 þátttakendur, hönnuðir og arkitektar í Hönnunarmars stíga fram á sjónarsviðið með einstaklega spennandi og áhugaverðar dagskrá sem er bræðingur af af 89 sýningum, verkefnum, hugmyndum , ferlum og fleira.“ HönnunarMars teymið var að koma sér fyrir í Grósku, sem er iðandi af lífi þessa dagana. „Það er hreinlega eins og við höfum alltaf verið þarna. Arkitektúrin er einstakur og einstaklega góð hljóðvist. Húsið tekur vel utan um mann, svo ekki sé minnst á stærsta lifandi listverkið í formi gróðurhúsaveggs við innganginn sem býður mann velkomin. Auk þess að veita innblástur og er nærandi fyrir líkama og sál. Hugmyndafræðin er frábær og það er virkileg forréttindi að fá að vinna í þessu umhverfi með frábærum nýsköpunar fyrirtækjum, sprotum og svo stöndugum fyrirtækjum. Dóttir mín Andrea sem er sjö ára, kom í heimsókn og fyrsta sem hún sagði „Vá, mamma, er ekki gaman að vinna hérna?“ Það rammar það inn.“ Unnu þrekvirki Opinberar dagsetningar hátíðarinnar eru 19. - 23. maí en hátíðin breiðir úr sér yfir mánuðinn. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid. Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu. „Hátíðin útvegar öllum sýningarstöðum merkingar þar sem fram koma gildandi sóttvarnarreglur, límmiðar á sprittbrúsa og í samstarfið við 66°Norður fengu þátttakendur einnig grímur. Að sjálfsögðu brýnum við einnig fyrir þátttendur að fylgja gildandi reglugerð sem gefin er út af yfirvöldum í tengslum við sóttvarnir. Það er okkar upplifun heilt yfir að fólk er ábyrgt en að sjálfsögðu getum við ekki tryggt að allir fari eftir settum reglum. Það getur það enginn. En við gerum okkar besta að minna á og ég tel að flestir séu orðnir vanir því að sækja menningarviðburði undir þessum kringumstæðum og að fylgja settum reglum.“ Þórey segist vera einstaklega þakklát fyrir fólkið sem stendur með henni að þessu verkefni. „Teymið á bak við HönnunarMars hefur unnið þrekvikri en þökk sé Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra MHA, Álfrúnu Pálsdóttur, kynningarstjóra, Klöru Rún Ragnarsdóttur, verkefnastjóra dagskrár, Þuru Stínu Kristleifsdóttur, upplifunarhönnuði, auk þeirra Pálu Minny, Karitas Diðriksdóttir, Berglindi Pétursdóttur, Aldísar Pálsdóttur og Einars Egilssonar sem hafa bæst í teymið fyrir hátíð. Einnig þakklæti og bestu þakkir til fjölda þeirra hönnuða og arkitekta sem hafa hvílt í óvissunni með okkur sem bjóða almenningi nú uppá fimm daga sannkallaða veislu fyrir öll skynfærin.“
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16 Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01 Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31 66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25 Uppskeruhátíð ríflega sjötíu nemenda 18. maí 2021 12:01 Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Er hægt að hanna heilsu? Manngert umhverfi og lífsgæði Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun. 19. maí 2021 09:16
Dagur eitt á HönnunarMars Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða. 19. maí 2021 09:01
Innblásin af sólinni, sundferðum og sumarævintýrum „Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár. 18. maí 2021 21:31
66°Norður og Fischersund hönnuðu ilmvatn innblásið af íslenskri útilykt 66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun. 18. maí 2021 16:25
Fjölskylduvænir viðburðir á HönnunarMars í ár Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár. 17. maí 2021 18:01