Lífið

Flo Rida mætti óvænt til Rotterdam

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flo Rida og Senhit í Rotterdam. 
Flo Rida og Senhit í Rotterdam. 

Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision.

Saman munu þau flytja lagið Adrenalina eins og þau gera í tónlistarmyndband lagsins.

Senhit ræddi við William Lee Adams sem er einn þekktasti Eurovision-sérfræðingur Evrópu og vinnur fyrir WIWI bloggs.

Í viðtalinu segir hún að það hafi ekki legið fyrir hvort Flo Rida væri á leiðinni til Rotterdam og það myndi í raun bara koma í ljós og ætti að vera óvænt. Viðtalið var tekið eftir æfingu Senhit í gær.

Nú er þessi 41 árs rappari mættur á svæðið og hefur San Marino fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í kjölfari.

Flo Rida sló fyrst í gegn árið 2007 þegar hann gaf út lagið Low. San Marino stígur fyrst á svið á seinna undankvöldinu í Eurovision annað kvöld. Dómararennslið fer síðan fram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.