Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 13:40 Um er að ræða Rottweiler, sem hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir. Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir.
Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37
Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01