Innlent

Bein út­sending: Fundur Norður­skauts­ráðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá funid utanríkisráðherra Íslands og Kanada í gær.
Frá funid utanríkisráðherra Íslands og Kanada í gær. Utanríkisráðuneytið

Norðurskautsráðið kemur saman til fundar í Hörpu í dag. Fundurinn í Reykjavík markar lokin á tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu.

Dagurinn hefst á umræðuþætti um Norðurskautsráðið klukkan 8:30 þar sem Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fær til sín góða gesti. 

Meðal gesta verða Christina Henriksen, forseti samaráðsins, og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra. Þá verða fulltrúar Norðurskautsráðsins, fjölmiðla og sérfræðingar um loftslagsmál.

Fundur Norðurskautsráðsins sjálfs hefst svo klukkan 9 og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi til klukkan 11:30. Þar munu ráðherrararnir allir vera með framsögu og reikna má með sameiginlegum yfirlýsingum.

Útsendingin verður í spilanum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×