Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 13:53 Frá Indianapolis í Bandaríkjunum. Getty Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða. Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Carlette Duffy fékk tvö fyrirtæki til að meta virði húss hennar í fyrra. Í fyrra skiptið var verðmæti hússins metið á 125 þúsund dali, sem samsvarar um fimmtán milljónum króna miðað við gengið í dag. Í seinna verðmatinu var húsið metið á 110 þúsund dali. Hún hafði keypt húsið fyrir hundrað þúsund dali um þremur árum fyrir fyrsta verðmatið í maí í fyrra. Hún sýndi starfsmönnum beggja fyrirtækjanna gögn um að á þeim tíma hefðu húsnæðisverð á svæðinu hækkað töluvert en það bar engan árangur. Duffy sem var að vinna að því að endurfjármagna húsnæðislán sitt, prófaði þá að ræða við þriðja fyrirtækið. Hún gerði það bara í gegnum tölvupóst og tók ekki fram litarhaft sitt eða kyn í umsókninni. Þegar matsmaður fór heim til hennar hafði hún tekið niður allar myndir af sér og fjölskyldu sinni og fékk hvíta vinkonu sína til að taka á móti honum. Þetta var í nóvember í fyrra og þá var hús hennar metið á 259 þúsund dali, eða tæpar 32 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt NBC News frá því í gær en þar kemur fram að Duffy hefur, með aðkomu neytendasamtaka, höfðað mál á grundvelli mismununar. Amy Nelson, framkvæmdastjóri neytendasamtakanna Fair Housing Center of Central Indiana, sagði í samtali við miðilinn að Duffy hefði fyrst orðið hæst ánægð með þriðja verðmatið. Hún hafi þó fljótt brotnað niður þegar hún áttaði sig fullkomlega á því hvernig í pottinn var búið. NBC ræddi einnig við Andre Perry, sem skrifaði bók árið 2018 sem fjallar um það hvernig hús í hverfum Bandaríkjanna þar sem þeldökkir eru í meirihluta, eru verðmetin um fjórðungi lægra en sambærileg hús í öðrum hverfum. Um kerfisbundna mismunun gegn svörtu fólki sé að ræða.
Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira