NBA dagsins: Einum fimmtíu stiga leik frá því að jafna við Larry Bird Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 15:01 Jayson Tatum fagnar með Boston Celtics liðinu í nótt. Getty/Maddie Malhotra Jayson Tatum fór á kostum í nótt þegar Boston Celtics tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021) NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Boston menn mæta Brooklyn Nets í fyrstu umferð úrslitakeppninni eftir 118-100 sigur á Washington Wizards í umspilsleik. Wizards fær annað tækifæri annað kvöld þegar þeir spila hreinan úrslitaleik við Indiana Pacers um síðasta sætið inn úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana Pacers komst í þann leik með því að senda Charlotte Hornets í sumarfrí með 144-117 sigri þar sem Domantas Sabonis var með 14 stig, 21 frákast og 9 stoðsendingar. Tatum skoraði 50 stig í leiknum en hann hitti meðal annars úr öllum sautján vítunum sínum og var einnig með 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Jayson Tatum now has 3 career 50-point games, 1 shy of matching Larry Bird for the most in Celtics history (includes regular season, postseason, & Play-In Tournament). pic.twitter.com/hTiwsePJ0A— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021 Þetta var þriðji 50 stiga leikur Jayson Tatum með Boston Celtics og vantar hann því bara einn í viðbót til að jafna Larry Bird. Tatum hefur nú náð að skora 50 stig fyrir félagið í deildarleik, í leik í úrslitakeppni og í umspilsleik. Það voru tveir leikmenn Boston Celtics liðsins sem fóru fyrir sóknarleik liðsins því Kemba Walker skoraði 29 stig og saman voru þeir því með 79 stig. Það hefur gengið á ýmsu hjá Celtics liðinu á tímabilinu en liðið tapaði tíu af síðustu fimmtán leikjum í deildarkeppninni og þurfti fyrir vikið að spila svona leik um að komast hreinlega í úrslitakeppnina. „Við höfum farið í gegnum margt saman og það hefur að mörgu leyti hert okkur. Við höfum verið með bakið upp við vegg stærsta hluta tímabilsins og það tekur mikla samheldni að standa saman á erfiðum tímum,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston Celtics. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar sem og fimm flottustu tilþrif leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins (frá 18. maí 2021)
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira