Buffon stóð þá í marki Juventus sem vann 2-1 sigur á Atalanta í úrslitaleiknum. Þetta var væntanlega síðasti leikur hans í treyju Juventus.
Hinn 43 ára gamli Gianluigi Buffon fær ekki annan samning hjá Juventus en það er þó allt eins líklegt að hann finni sér nýtt lið.
Buffon vann ítalska bikarinn fyrst með Parma árið 1999 en með honum í því liði var Enrico Chiesa.
In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia playing alongside Enrico Chiesa at Parma.
— These Football Times (@thesefootytimes) May 19, 2021
Fast forward 22 years, and Buffon has won his sixth Coppa Italia playing alongside Enrico s own son Federico. Timeless. pic.twitter.com/oUYXGUNdHB
Svo skemmtilega vill til að sá sem skoraði sigurmark Juventus í leiknum er enginn annar en Federico Chiesa sem er sonur Enrico.
Federico Chiesa er fæddur í október 1997 en á þeim tíma voru faðir hans og Buffon að spila með Parma liðinu.
Tímabilið sem Federico kom í heiminn þá spilaði Buffon 32 deildarleiki með Parma í ítölsku deildinni og Chiesa skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum. Parma endaði þá í sjötta sæti í deildinni og komast í undanúrslit bikarsins.
In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia alongside Enrico Chiesa at Parma Calcio 1913
— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 20, 2021
22 years later, Buffon wins his last trophy for Juventus, a Coppa Italia, alongside match-winner Federico Chiesa
Gigi's longevity at the top is extraordinary pic.twitter.com/Tyy929SYLu
Liðið lék það tímabil einnig í Meistaradeildinni og skoraði Enrico Chiesa alls 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu þar sem sex þeirra í Meistaradeildinni.
Gianluigi Buffon varð ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn í gær en auk bikarmeistaratitilsins með Parma 1999 og þess í gær þá vann hann með Juventus 2015, 2016, 2017 og 2018.
Enginn hefur unnið ítalska bikarinn oftar en Buffon og Roberto Mancini deila nú metinu saman.
Federico Chiesa post-match: My first words to Gigi Buffon at the final whistle were do you remember when you won the Coppa Italia with my Dad (in 1999) !
— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) May 19, 2021
Incredible #CoppaItaliaFinal pic.twitter.com/tl5KrLhds1