Hönnuðir prófa sig áfram í leirlist fyrir augum gangandi vegfaranda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:00 Gangandi vegfarendur á skólavörðustíg geta fylgst með hönnuðum prófa að leira á rennibekk á HönnunarMars í ár. Rammagerðin Rammagerðin verður með opna leirvinnustofu í glugga verslunarinnar á HönnunarMars í ár ásamt því að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands. „Rammagerðin hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að selja og kynna íslenska leirlist og þykir því mikill heiður að fá að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands á meðan að á Hönnunarmars stendur.“ Rammagerðin ætlar að bæta um betur og verður með sérstakan viðburð á hátíðinni þar sem hönnuðum er gefinn kostur á að koma og prófa sig áfram í grunnhandtökum leirlistar fyrir augum gangandi vegfaranda. Búið er að koma fyrir lifandi vinnustofu í glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg og á staðnum verða lærðir leirlistamenn sem og nemar frá keramikbraut Myndlistarskóla Reykjavíkur, til að leiðsegja áhugasömum hönnuðum sem vilja spreyta sig. Rennibekk hefur verið komið fyrir á staðnum vegna viðburðarins. „Við erum mjög spennt fyrir því að sjá hvernig ólíkir hönnuðir takast á við að koma hugmynd í endanlegt form þar sem efnið mótast í höndum hvers og eins. Okkur langar að vita hvernig landslagsarkitekt tekst á við að renna góðan kaffibolla eða grafískur hönnuður eigulegan blómapott. Það er verður spennandi að fylgjast með hvort að hönnuðir muni einskorða sig við leirinn, eða hvort þeir muni grípa í óhefðbundnari efni að auki,- segir Auður Gná Ingvarsdóttir, listrænn ráðgjafi hjá Rammagerðinni.“ Hlutasafnið sem myndast verður svo til áfram til sýnis í verslun Rammagerðarinnar og veitir fólki innblástur eftir að Hönnunarmars lýkur. Markmiðið með vinnustofunni er að skapa nýja hluti sem unnir eru eingöngu í leir. Fjölmargir hönnuðir á ólíkum sviðum munu taka þátt í vinnustofunni. Áhugafólki um hönnun gefst síðan gott tækifæri til að fylgjast með ferlinu, bæði með því að koma við í Rammagerðinni á Skólavörðustíg 12 sem og í gegnum beint streymi sem verður frá vinnustofunni í glugganum á meðan að á hátíðinni stendur. Viðburðurinn stendur frá 15 til 20 í dag og á föstudag og svo á laugardag og sunnudag frá 15 til 18. Nánari upplýsingar má finna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00 „Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Rammagerðin hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að selja og kynna íslenska leirlist og þykir því mikill heiður að fá að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands á meðan að á Hönnunarmars stendur.“ Rammagerðin ætlar að bæta um betur og verður með sérstakan viðburð á hátíðinni þar sem hönnuðum er gefinn kostur á að koma og prófa sig áfram í grunnhandtökum leirlistar fyrir augum gangandi vegfaranda. Búið er að koma fyrir lifandi vinnustofu í glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg og á staðnum verða lærðir leirlistamenn sem og nemar frá keramikbraut Myndlistarskóla Reykjavíkur, til að leiðsegja áhugasömum hönnuðum sem vilja spreyta sig. Rennibekk hefur verið komið fyrir á staðnum vegna viðburðarins. „Við erum mjög spennt fyrir því að sjá hvernig ólíkir hönnuðir takast á við að koma hugmynd í endanlegt form þar sem efnið mótast í höndum hvers og eins. Okkur langar að vita hvernig landslagsarkitekt tekst á við að renna góðan kaffibolla eða grafískur hönnuður eigulegan blómapott. Það er verður spennandi að fylgjast með hvort að hönnuðir muni einskorða sig við leirinn, eða hvort þeir muni grípa í óhefðbundnari efni að auki,- segir Auður Gná Ingvarsdóttir, listrænn ráðgjafi hjá Rammagerðinni.“ Hlutasafnið sem myndast verður svo til áfram til sýnis í verslun Rammagerðarinnar og veitir fólki innblástur eftir að Hönnunarmars lýkur. Markmiðið með vinnustofunni er að skapa nýja hluti sem unnir eru eingöngu í leir. Fjölmargir hönnuðir á ólíkum sviðum munu taka þátt í vinnustofunni. Áhugafólki um hönnun gefst síðan gott tækifæri til að fylgjast með ferlinu, bæði með því að koma við í Rammagerðinni á Skólavörðustíg 12 sem og í gegnum beint streymi sem verður frá vinnustofunni í glugganum á meðan að á hátíðinni stendur. Viðburðurinn stendur frá 15 til 20 í dag og á föstudag og svo á laugardag og sunnudag frá 15 til 18. Nánari upplýsingar má finna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01 Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00 „Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Framleiddu heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar. 20. maí 2021 07:01
Fjallar um víðtæk áhrif hönnunar, fólkið í faginu og alla ástríðuna Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks. 19. maí 2021 21:00
„Samsuða af eftirvæntingu, spennu og gleði“ Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ. 19. maí 2021 15:20