Fjórir drengir hafa verið handteknir vegna atviksins en enginn ákærður.
Myndbandið sem rannsóknin snýr er frá 1. apríl. Það sýnir hóp drengja á lestarpallinum þar sem hópur stúlkna kemur hlaupandi og reyna þær að komast um borð í lest sem var að fara af stað.
Drengirnir veitast að stúlkunum með ógnandi hegðun. Þeir hrækja á þær og einn þeirra virðist reyna að sparka í höfuð einnar stúlku. Sú síðasta sem kemur hlaupandi verður fyrir ógnun frá tveimur drengjum og við það skrikar henni fótur og hún fellur á milli lestarinnar og lestarpallsins.
Stúlkuna sakaði ekki og starfsmaður Irish Rail dró hana fljótt upp.
Fjórir táningar, einn þrettán ára og tveir sextán ára, hafa verið handteknir og gerði lögreglan húsleit á minnst fimm stöðum í Dublin vegna rannsóknar á atvikinu. Sá síðasti var handtekinn núna í morgun. Enginn hefur verið ákærður enn sem komið er, samkvæmt frétt Irish Times.
Forsvarsmenn Irish Rail ósáttir við að myndbandið hafi ratað á netið. Þeir segja að viðskiptavinir fyrirtækisins eigi að geta gert ráð fyrir því að upptökur úr öryggismyndavélum lestarstöðva rati ekki á netið.