Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:31 Dustin Johnson þykir líklegur til afreka á PGA meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. getty/Maddie Meyer Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira