Innlent

Hand­tekinn í mið­bænum vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á skemmtistað í vitna viðurvist vegna gruns um kynferðisbrot. 
Maðurinn var handtekinn á skemmtistað í vitna viðurvist vegna gruns um kynferðisbrot.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 

Fréttablaðið greinir fyrst frá.  Að sögn Ævars var maðurinn handtekinn í vitna viðurvist inni á staðnum vegna þess að stutt var liðið frá því að brotið var framið.

„Við handtökum oft menn vegna gruns um kynferðisbrot ef stutt er liðið frá broti. Þá erum við bara að tryggja sönnunargögn,“ sagði Ævar í samtali við Fréttablaðið. Maðurinn var færður til skýrslutöku og var sleppt að henni lokinni.

Hann segir að algengara sé að fólk sé boðað í skýrslutöku en þá sé yfirleitt lengra liðið frá því að brot voru framin. Fólk sé alla jafna handtekið sé stutt liðið frá að brot var framið og talið sé nauðsynlegt að tryggja sönnunargögn án tafar. 

Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 eftir að fréttastofa ræddi við Ævar Pálma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×