Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 16:46 Fjórtán hælisleitendur hafa misst húsnæði og fæðisgreiðslur frá Útlendingastofnun eftir að hafa neitað að gangast undir Covid-próf. Til stendur að vísa þeim öllum úr landi, sem er ekki hægt fyrr en þeir gangast undir prófið. Vísir/Vilhelm Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórhildi Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir þar að allir einstaklingar í þessari stöðu séu upplýstir um það að með því að koma í veg fyrir framkvæmd ákvörðunar stjórnvalda á þennan hátt geti komið til þess að þjónusta verið felld niður. Þeir séu jafnframt upplýstir um það að snúist þeim hugur og ákveði þeir að fara í prófið geti þeir fengið þjónustu að nýju þangað til að flutningi kemur. „Þeir hafa síðan fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ segir í svarinu. Nokkrir þeirra sem upphaflega neituðu að fara í Covid próf féllust á það þegar þeim var gerð grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft. Hræðist afdrif fjölskyldu sinnar á Gaza Ahmed Irheem, Palestínumaður sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, er einn þeirra sem neitað hefur að gangast undir Covid-próf. Hann ræddi stöðu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag. Þar sagið hann meðal annars frá því að fjölskylda hans, eiginkona og þrjú börn, séu enn á Gaza. Hann hafi miklar áhyggjur af þeim vegna stöðunnar þar. Þá sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, að honum og öðrum í sömu stöðu sé gert að velja milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi, þangað sem til stendur að senda þá. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur,“ sagði Arndís á þriðjudag. Telja að réttur til þjónustu hafi fallið niður daginn sem mennirnir neituðu að gangast undir próf Í svari Útlendingastofnunar segir að enn sé óljóst hvernig svona mál muni leysast neiti fólkið að gangast undir Covid-próf. Það muni þó ekki breyta endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að viðkomandi aðilum beri að yfirgefa landið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gangrýndi málið harðlega á Alþingi í gær og sagði hann meðal annars að verið væri að svelta hælisleitendur til hlýðni. Útlendingastofnun hafnar því. „Verndarkerfið er neyðarkerfi fyrir fólk á flótta. Á meðan einstaklingar bíða eftir svari yfirvalda við umsókn um vernd eiga þeir rétt á þjónustu frá stofnuninni en í lögum og reglugerð um útlendinga er kveðið á um upphafi og endi þessarar þjónustu,“ segir í svarinu. Þá hafa lögmenn mannanna fullyrt að þessar aðgerðir séu ólögmætar og hafa vísað í ákvæði 23 í reglugerð um útlendinga. Útlendingastofnun segir að samkvæmt 3. málsgrein þeirrar reglugerðar falli þjónusta við umsækjendur um vernd niður á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar. „Ákvörðunin í máli umrædda einstaklinga kom til framkvæmdar á þeim degi sem til stóð að stoðdeild ríkislögreglustjóra fylgdi þeim til Grikklands eins og þeim hafði verið tilkynnt. Það er mat stofnunarinnar að samkvæmt ákvæðinu hafi rétturinn til þjónustu fallið niður við það að einstaklingarnir skyldu koma sér hjá framkvæmdinni á umræddum degi með því að neita að fara í Covid-próf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Palestína Tengdar fréttir Flóttafólk svelt til hlýðni „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. 19. maí 2021 13:43 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórhildi Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir þar að allir einstaklingar í þessari stöðu séu upplýstir um það að með því að koma í veg fyrir framkvæmd ákvörðunar stjórnvalda á þennan hátt geti komið til þess að þjónusta verið felld niður. Þeir séu jafnframt upplýstir um það að snúist þeim hugur og ákveði þeir að fara í prófið geti þeir fengið þjónustu að nýju þangað til að flutningi kemur. „Þeir hafa síðan fengið tíma til að hugsa sig um og ráðfæra sig við þá sem þeir vilja áður en þjónustan hefur verið felld niður,“ segir í svarinu. Nokkrir þeirra sem upphaflega neituðu að fara í Covid próf féllust á það þegar þeim var gerð grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft. Hræðist afdrif fjölskyldu sinnar á Gaza Ahmed Irheem, Palestínumaður sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, er einn þeirra sem neitað hefur að gangast undir Covid-próf. Hann ræddi stöðu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag. Þar sagið hann meðal annars frá því að fjölskylda hans, eiginkona og þrjú börn, séu enn á Gaza. Hann hafi miklar áhyggjur af þeim vegna stöðunnar þar. Þá sagði Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, að honum og öðrum í sömu stöðu sé gert að velja milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi, þangað sem til stendur að senda þá. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur,“ sagði Arndís á þriðjudag. Telja að réttur til þjónustu hafi fallið niður daginn sem mennirnir neituðu að gangast undir próf Í svari Útlendingastofnunar segir að enn sé óljóst hvernig svona mál muni leysast neiti fólkið að gangast undir Covid-próf. Það muni þó ekki breyta endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að viðkomandi aðilum beri að yfirgefa landið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gangrýndi málið harðlega á Alþingi í gær og sagði hann meðal annars að verið væri að svelta hælisleitendur til hlýðni. Útlendingastofnun hafnar því. „Verndarkerfið er neyðarkerfi fyrir fólk á flótta. Á meðan einstaklingar bíða eftir svari yfirvalda við umsókn um vernd eiga þeir rétt á þjónustu frá stofnuninni en í lögum og reglugerð um útlendinga er kveðið á um upphafi og endi þessarar þjónustu,“ segir í svarinu. Þá hafa lögmenn mannanna fullyrt að þessar aðgerðir séu ólögmætar og hafa vísað í ákvæði 23 í reglugerð um útlendinga. Útlendingastofnun segir að samkvæmt 3. málsgrein þeirrar reglugerðar falli þjónusta við umsækjendur um vernd niður á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar. „Ákvörðunin í máli umrædda einstaklinga kom til framkvæmdar á þeim degi sem til stóð að stoðdeild ríkislögreglustjóra fylgdi þeim til Grikklands eins og þeim hafði verið tilkynnt. Það er mat stofnunarinnar að samkvæmt ákvæðinu hafi rétturinn til þjónustu fallið niður við það að einstaklingarnir skyldu koma sér hjá framkvæmdinni á umræddum degi með því að neita að fara í Covid-próf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Palestína Tengdar fréttir Flóttafólk svelt til hlýðni „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. 19. maí 2021 13:43 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Flóttafólk svelt til hlýðni „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. 19. maí 2021 13:43
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00