Til stendur að afhenda fólki QR-kóða sem það getur framvísað, bæði rafrænt og á pappír, til að sýna fram á að það hafi farið í bólusetningu, fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun eða smitast áður. The Guardian greindi frá samkomulaginu.
Til umræðu var að skylda ríki til þess að bjóða upp á fría skimun, og liðka þannig fyrir því að fólk geti nálgast passana, en svo fór ekki. Einnig stóð til að samræma alfarið reglur um sóttkví eftir ferðalög á milli aðildarríkja en Þýskaland og Svíþjóð voru á meðal ríkja sem stóðu gegn því
Þó var samþykkt að innleiða ekki nýjar takmarkanir sem tengjast skimunum eða sóttkví nema þær teljist nauðsynlegar á grundvelli lýðheilsu.