„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2021 12:38 Hallgrímur Helgason ritar um pistlaskrif Samherjamanna, en samkvæmt gögnum sem Kjarninn og Stundin hafa undir höndum eru pistlar sem sendir voru inn undir nafni Páls Steingrímssonar skipstjóra að stórum hluta samdir af Þorbirni Þórðarsyni almannatengli fyrirtækisins. vísir Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. Meðal þeirra sem til stóð að snúa niður, auk Helga Seljans, er Hallgrímur en hann skrifaði grein um Samherja sem þótti full ástæða til að gera torkennilega og höfundinn í leiðinni. Stundin og Kjarninn birtu í morgun samantekt sem byggir á gögnum sem virðast eiga ættir og uppruna að rekja til Páls Steingrímssonar skipstjóra en hann hefur verið ákafur talsmaður Samherja, einkum í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu. Á daginn kemur að öllum hans skrifum er stýrt af áróðursdeild Samherja, sem Þorbjörn Þórðarson lögmaður fer fyrir í nánu samráði við yfirstjórn Samherja; Björgólf Jóhannsson fyrrverandi forstóra Þorstein Má Baldvinsson, Örnu Bryndísi McClure, yfirlögfræðing Samherja og fleiri má nefna. Þorsteinn Már og Arna eru meðal þeirra sex fyrrverandi og núverandi starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins sem fengu réttarstöðu sakbornings við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í fyrra. Samkvæmt frétt Kjarnans hefur lekinn verið kærður, það er stuldur á gögnum úr tölvu eða síma Páls Steingrímssonar en Kjarninn segir að þau hafi komist yfir gögnin í gegnum þriðja aðila. Þó tilefnið sé alvarlegt, undirróðursstarfsemi sem ber öll einkenni gervigrasróttarstarfsemi sem þekkt er í áróðursfræðum, er ýmislegt í þessari yfirferð Stundarinnar og Kjarnans grátbroslegt. Þannig verður að heita nokkuð spaugilegt hvernig Hallgrímur þvælist inn í málið, sem byggir á gögnum frá Páli skipsstjóra. Þau sýni að fleiri hafi verið í skotlínunni en fréttamenn Ríkisútvarpsins. Beina sjónum sínum að Hallgrími Í tölvupóstsamskiptum þeirra Páls skipsstjóra og Þorbjörns, sem hefur haft veg og vanda að pistlaskrifum Páls að fengnu samþykki yfirstjórnar Samherja, má sjá hugmyndir „þess síðarnefnda [Páls] að svara grein Hallgríms, Skilið þýfinu, sem fjallar um Samherja, með því að spyrja hvort hann hafi „farið í neðstu skúffuna og fundið samviskuna sína eins og Jóhannes, og ætli að skila öllum listamannalaununum sem hann hefur þegið í gegnum árin,“ segir í frétt Stundarinnar: „… fengið samviskubit eftir að hafa bónað Tesluna sína og hlustað á fréttir af rafmagnsleysinu á landsbyggðinni um leið, batnandi mönnum er best að lifa.“ Hann ætti hins vegar eftir að fá „staðfest að Hallgrímur eigi tesluna en ekki nágranni hans, er að bíða eftir svari um það“. Það sagðist Þorbjörn geta gert, verandi með aðgang að fasteigna- og bifreiðaskrá. Eitthvað sem Páli þótti ánægjulegt og tveggja broskalla virði: „Glæsilegt :D þú ert rétti maðurinn fyrir okkur hjá Samherja :D“ Á daginn kom að Hallgrímur var ekki eigandi umræddrar bifreiðar og því varð ekkert að því að rithöfundurinn væri snúinn niður af þeim félögum. „Lýsir sjúklegu hugarfari lítilla karla“ Hallgrímur lætur þessu að ekki ósvarað en hann hefur skrifað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann víkur að þessu sérkennilega máli og umfjöllun Stundarinnar sem rithöfundurinn segir svakalega, um aðferðir skæruliðadeildar Samherja, sem seilist langt í baráttu sinni gegn því að sannleikurinn um afbrot fyrirtækisins fari í loftið og fólk sé minnt á þau. „Spjótunum er sem fyrr beint að Helga Seljan, og svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður. En þarna kemur líka fram að njósnað hafi verið um heimili mitt vegna greinar sem ég skrifaði í desember 2019, þegar rafmagnsleysi skók byggðirnar fyrir norðan. Greinin sem ég skrifaði heitir reyndar ekki "Skilið þýfinu" eins og sagt er þarna heldur "Kaldir ofnar á Dalvík", og var nánast líkamlegt viðbragð við ástandinu á aðventunni 2019 þegar fólk hirðist í köldum og ljóslausum húsum í þessu höfuðvígi Samherja. Var að reyna að setja hlutina í samhengi.“ Hallgrímur segir að hjá skæruliðadeildinni sé klassískum aðferðum beitt og reynt að gera sig tortryggilegan. „Í njósnum sínum fundu þeir semsagt Teslu-bifreið í innkeyrslunni okkar og hugðust búa til hneyksli: Maður á listamannalaunum á Teslu! Þetta fellur þó fljótt þegar í ljós kemur að það eru nágrannarnir okkar í tvíbýlishúsinu, fólkið uppi, sem á Tesluna. En þetta lýsir sjúklegu hugarfari lítilla karla sem vinna óvart hjá stærsta og voldugasta fyrirtæki landsins sem nýtur einstakrar velvildar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.“ Leggur til að ríkisstjórnin verði kölluð Samherjastjórn Hallgrímur, sem er höfundur hugtaksins „Bláa höndin“ sem fleygt varð segir að höndin sú verði alltaf til. Sé hún höggvin af vaxi ný í staðinn. Og nú sé hún Samherjablá. „Eins og þið vitið á Samherji hálft samfélagið. Hallgrímur segir að Samherji eigi sinn ráðherra í ríkisstjórn, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Katrín Jakobsdóttir hafi aldrei látið sér til hugar að setja ofan í við Samherjamenn.vísir/vilhelm Þeir eiga norðurland, Moggann (og þar með Bláu höndina gömlu, eða Gráu höndina kannski), Eimskip og ég veit ekki hvað (hef ekki nægan tíma til gúgglunar núna) og svo eiga þeir sjávarútvegsráðherrann, sem er hvorki meira né minna en fyrrum stjórnarformaður Samherja!. Og þar sem hann situr enn við ríkisstjórnarborðið á Samherji líka ríkisstjórnina,“ skrifar Hallgrímur og snýr sér því næst að stöðu Katrínar Jakobsdóttur í þessu samhengi: „Forsætisráðherra hefur aldrei tjáð sig af neinu viti, hvað þá krítískt, um sakamál Samherja, hvort sem þau skekja samfélögin í Namibíu, Noregi eða (og það sem manni sárnar hvað verst) í Færeyjum. Tilfinningin er sú að hér sé ekkert verið að rannsaka hin hrikalegu mál fyrirtækisins. Og það er mjög vond tilfinning. Það er því ekki furða að Samherjamenn telji sig komast upp með hvað sem er, eins og sést af þessum fréttum. Og forsætisráðherra mun heldur ekki tjá sig krítískt nú, eftir að skæruliðadeildin hefur verið afhjúpuð. Þess vegna skulum við bara kalla stjórnina Samherjastjórnina.“ Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Meðal þeirra sem til stóð að snúa niður, auk Helga Seljans, er Hallgrímur en hann skrifaði grein um Samherja sem þótti full ástæða til að gera torkennilega og höfundinn í leiðinni. Stundin og Kjarninn birtu í morgun samantekt sem byggir á gögnum sem virðast eiga ættir og uppruna að rekja til Páls Steingrímssonar skipstjóra en hann hefur verið ákafur talsmaður Samherja, einkum í kjölfar Samherjaskjalanna svokölluðu. Á daginn kemur að öllum hans skrifum er stýrt af áróðursdeild Samherja, sem Þorbjörn Þórðarson lögmaður fer fyrir í nánu samráði við yfirstjórn Samherja; Björgólf Jóhannsson fyrrverandi forstóra Þorstein Má Baldvinsson, Örnu Bryndísi McClure, yfirlögfræðing Samherja og fleiri má nefna. Þorsteinn Már og Arna eru meðal þeirra sex fyrrverandi og núverandi starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækisins sem fengu réttarstöðu sakbornings við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara í fyrra. Samkvæmt frétt Kjarnans hefur lekinn verið kærður, það er stuldur á gögnum úr tölvu eða síma Páls Steingrímssonar en Kjarninn segir að þau hafi komist yfir gögnin í gegnum þriðja aðila. Þó tilefnið sé alvarlegt, undirróðursstarfsemi sem ber öll einkenni gervigrasróttarstarfsemi sem þekkt er í áróðursfræðum, er ýmislegt í þessari yfirferð Stundarinnar og Kjarnans grátbroslegt. Þannig verður að heita nokkuð spaugilegt hvernig Hallgrímur þvælist inn í málið, sem byggir á gögnum frá Páli skipsstjóra. Þau sýni að fleiri hafi verið í skotlínunni en fréttamenn Ríkisútvarpsins. Beina sjónum sínum að Hallgrími Í tölvupóstsamskiptum þeirra Páls skipsstjóra og Þorbjörns, sem hefur haft veg og vanda að pistlaskrifum Páls að fengnu samþykki yfirstjórnar Samherja, má sjá hugmyndir „þess síðarnefnda [Páls] að svara grein Hallgríms, Skilið þýfinu, sem fjallar um Samherja, með því að spyrja hvort hann hafi „farið í neðstu skúffuna og fundið samviskuna sína eins og Jóhannes, og ætli að skila öllum listamannalaununum sem hann hefur þegið í gegnum árin,“ segir í frétt Stundarinnar: „… fengið samviskubit eftir að hafa bónað Tesluna sína og hlustað á fréttir af rafmagnsleysinu á landsbyggðinni um leið, batnandi mönnum er best að lifa.“ Hann ætti hins vegar eftir að fá „staðfest að Hallgrímur eigi tesluna en ekki nágranni hans, er að bíða eftir svari um það“. Það sagðist Þorbjörn geta gert, verandi með aðgang að fasteigna- og bifreiðaskrá. Eitthvað sem Páli þótti ánægjulegt og tveggja broskalla virði: „Glæsilegt :D þú ert rétti maðurinn fyrir okkur hjá Samherja :D“ Á daginn kom að Hallgrímur var ekki eigandi umræddrar bifreiðar og því varð ekkert að því að rithöfundurinn væri snúinn niður af þeim félögum. „Lýsir sjúklegu hugarfari lítilla karla“ Hallgrímur lætur þessu að ekki ósvarað en hann hefur skrifað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann víkur að þessu sérkennilega máli og umfjöllun Stundarinnar sem rithöfundurinn segir svakalega, um aðferðir skæruliðadeildar Samherja, sem seilist langt í baráttu sinni gegn því að sannleikurinn um afbrot fyrirtækisins fari í loftið og fólk sé minnt á þau. „Spjótunum er sem fyrr beint að Helga Seljan, og svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður. En þarna kemur líka fram að njósnað hafi verið um heimili mitt vegna greinar sem ég skrifaði í desember 2019, þegar rafmagnsleysi skók byggðirnar fyrir norðan. Greinin sem ég skrifaði heitir reyndar ekki "Skilið þýfinu" eins og sagt er þarna heldur "Kaldir ofnar á Dalvík", og var nánast líkamlegt viðbragð við ástandinu á aðventunni 2019 þegar fólk hirðist í köldum og ljóslausum húsum í þessu höfuðvígi Samherja. Var að reyna að setja hlutina í samhengi.“ Hallgrímur segir að hjá skæruliðadeildinni sé klassískum aðferðum beitt og reynt að gera sig tortryggilegan. „Í njósnum sínum fundu þeir semsagt Teslu-bifreið í innkeyrslunni okkar og hugðust búa til hneyksli: Maður á listamannalaunum á Teslu! Þetta fellur þó fljótt þegar í ljós kemur að það eru nágrannarnir okkar í tvíbýlishúsinu, fólkið uppi, sem á Tesluna. En þetta lýsir sjúklegu hugarfari lítilla karla sem vinna óvart hjá stærsta og voldugasta fyrirtæki landsins sem nýtur einstakrar velvildar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.“ Leggur til að ríkisstjórnin verði kölluð Samherjastjórn Hallgrímur, sem er höfundur hugtaksins „Bláa höndin“ sem fleygt varð segir að höndin sú verði alltaf til. Sé hún höggvin af vaxi ný í staðinn. Og nú sé hún Samherjablá. „Eins og þið vitið á Samherji hálft samfélagið. Hallgrímur segir að Samherji eigi sinn ráðherra í ríkisstjórn, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Katrín Jakobsdóttir hafi aldrei látið sér til hugar að setja ofan í við Samherjamenn.vísir/vilhelm Þeir eiga norðurland, Moggann (og þar með Bláu höndina gömlu, eða Gráu höndina kannski), Eimskip og ég veit ekki hvað (hef ekki nægan tíma til gúgglunar núna) og svo eiga þeir sjávarútvegsráðherrann, sem er hvorki meira né minna en fyrrum stjórnarformaður Samherja!. Og þar sem hann situr enn við ríkisstjórnarborðið á Samherji líka ríkisstjórnina,“ skrifar Hallgrímur og snýr sér því næst að stöðu Katrínar Jakobsdóttur í þessu samhengi: „Forsætisráðherra hefur aldrei tjáð sig af neinu viti, hvað þá krítískt, um sakamál Samherja, hvort sem þau skekja samfélögin í Namibíu, Noregi eða (og það sem manni sárnar hvað verst) í Færeyjum. Tilfinningin er sú að hér sé ekkert verið að rannsaka hin hrikalegu mál fyrirtækisins. Og það er mjög vond tilfinning. Það er því ekki furða að Samherjamenn telji sig komast upp með hvað sem er, eins og sést af þessum fréttum. Og forsætisráðherra mun heldur ekki tjá sig krítískt nú, eftir að skæruliðadeildin hefur verið afhjúpuð. Þess vegna skulum við bara kalla stjórnina Samherjastjórnina.“
Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira