Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. maí 2021 10:00 Halldór Benjamín Þorbergsson. Vísir/Vilhelm Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það, hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er eiginlega A og B maður í senn. Yfirleitt vekur yngsta dóttir mín mig um klukkan hálf sjö á morgnanna. Hún er er enn í rimlarúmi, með hljómþýða óperurödd og kallar hátt og snjallt með sinni óaðfinnanlegu raddbeitingu á mig á hverjum morgni svo ég hef eiginlega ekki annarra kosta völ en að vakna. Í framhaldi röltum við um húsið, leitum að fuglum eða köttum í helstu gluggum og svo fáum við okkur bláber eða Cheerios saman. Er eiginlega hættur að geta sofið út, en man vel eftir því að geta sofið langt fram á eftirmiðdag um tvítugt. Það væri ekki ónýtt að geta það enn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við eigum fjögur ung börn þannig að morgnarnir eru uppfullir af verkefnum og áskorunum og að reyna að para ósamstæða sokka, en einhvern veginn blessast þetta nú alltaf. Ég er ekki einn af þeim sem fer út að hlaupa, stunda hugleiðslu eða jarðtengi mig á morgnanna. Kaffibolli er ákveðinn plús en það næst nú ekki alltaf. En fastur punktur er að fara með yngsta soninn á leikskólann Hagaborg og mér finnst eitthvað vanta í daginn ef ég næ því ekki.“ Þegar að þú varst lítill, hvað ætlaðir þú þá að verða þegar þú yrðir stór? „Þessu er auðsvarað. Það var mikil og ör þróun í framtíðarstarfsvali mínu fyrstu fimm ár ævinnar. Mamma segir mér að um þriggja ára aldur hafi ég verið harðákveðinn í því að verða tígrísdýr þegar ég yrði stór. Þegar ruslakarlanir byrjuðu að vera í skærgulum vestum skipti ég hratt og örugglega um starfsvettvang úr frumskóginum og einhverjum misserum síðar ætlaði ég að verða ljósmyndari fyrir National Geographic. Það varð nú ekkert úr þessari þrenningu. En hver veit hvað síðar verður?“ Samstarfsfélagar Halldórs hjá Samtökum atvinnulífsins stríða honum stundum á því að styðjast enn við Outlook dagatalið fyrir skipulag verkefna. En Halldór segist standa með sjálfum sér í þessu og heldur trygglyndi við Outlook-dagatalið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er alltaf handagangur öskjunni í kringum Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningarnir eru orðnir um 130 talsins bara á síðustu tveimur árum. Það er meira en einn á viku. Eitt af verkefnunum þessa dagana er að spjalla við félagsmenn um allt land nú þegar er tekið að rofa til eftir heimsfaraldurinn og bólusetningar farnar að ganga smurt. Það verður atvinnulífið sem mun draga vagninn í því að vinna bug á atvinnuleysinu og við ætlum okkur að vera öflugir málsvarar til að það gerist sem skjótast, samfélaginu öllu til heilla. Að sama skapi fer mikill tími í samskipti við nefndir Alþingis enda farið að nálgast þinglok.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagatalið mitt í Outlook er málið. Ég vandi mig á fyrir mörgum árum að setja allt inni í dagatal, stórt sem smátt – og úthluta mér verkefnum í gegnum það. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá einhverju mjög nútímalegu og nettu verkefnastjórnunartóli, en þetta virkar vel fyrir mig. Kollegar mínir á skrifstofunni gera grín að mér, en ég stend með sjálfum mér í þessu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þarna er nefnilega vandinn. Það er ekki gott að vakna alltaf snemma og vera vökuskarfur á sama tíma. Um helgar stelst ég til þess að fá mér kríu um miðjan daginn og veit fátt betra en að sofna með útvarpið malandi í bakgrunni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það, hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er eiginlega A og B maður í senn. Yfirleitt vekur yngsta dóttir mín mig um klukkan hálf sjö á morgnanna. Hún er er enn í rimlarúmi, með hljómþýða óperurödd og kallar hátt og snjallt með sinni óaðfinnanlegu raddbeitingu á mig á hverjum morgni svo ég hef eiginlega ekki annarra kosta völ en að vakna. Í framhaldi röltum við um húsið, leitum að fuglum eða köttum í helstu gluggum og svo fáum við okkur bláber eða Cheerios saman. Er eiginlega hættur að geta sofið út, en man vel eftir því að geta sofið langt fram á eftirmiðdag um tvítugt. Það væri ekki ónýtt að geta það enn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Við eigum fjögur ung börn þannig að morgnarnir eru uppfullir af verkefnum og áskorunum og að reyna að para ósamstæða sokka, en einhvern veginn blessast þetta nú alltaf. Ég er ekki einn af þeim sem fer út að hlaupa, stunda hugleiðslu eða jarðtengi mig á morgnanna. Kaffibolli er ákveðinn plús en það næst nú ekki alltaf. En fastur punktur er að fara með yngsta soninn á leikskólann Hagaborg og mér finnst eitthvað vanta í daginn ef ég næ því ekki.“ Þegar að þú varst lítill, hvað ætlaðir þú þá að verða þegar þú yrðir stór? „Þessu er auðsvarað. Það var mikil og ör þróun í framtíðarstarfsvali mínu fyrstu fimm ár ævinnar. Mamma segir mér að um þriggja ára aldur hafi ég verið harðákveðinn í því að verða tígrísdýr þegar ég yrði stór. Þegar ruslakarlanir byrjuðu að vera í skærgulum vestum skipti ég hratt og örugglega um starfsvettvang úr frumskóginum og einhverjum misserum síðar ætlaði ég að verða ljósmyndari fyrir National Geographic. Það varð nú ekkert úr þessari þrenningu. En hver veit hvað síðar verður?“ Samstarfsfélagar Halldórs hjá Samtökum atvinnulífsins stríða honum stundum á því að styðjast enn við Outlook dagatalið fyrir skipulag verkefna. En Halldór segist standa með sjálfum sér í þessu og heldur trygglyndi við Outlook-dagatalið.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er alltaf handagangur öskjunni í kringum Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningarnir eru orðnir um 130 talsins bara á síðustu tveimur árum. Það er meira en einn á viku. Eitt af verkefnunum þessa dagana er að spjalla við félagsmenn um allt land nú þegar er tekið að rofa til eftir heimsfaraldurinn og bólusetningar farnar að ganga smurt. Það verður atvinnulífið sem mun draga vagninn í því að vinna bug á atvinnuleysinu og við ætlum okkur að vera öflugir málsvarar til að það gerist sem skjótast, samfélaginu öllu til heilla. Að sama skapi fer mikill tími í samskipti við nefndir Alþingis enda farið að nálgast þinglok.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagatalið mitt í Outlook er málið. Ég vandi mig á fyrir mörgum árum að setja allt inni í dagatal, stórt sem smátt – og úthluta mér verkefnum í gegnum það. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur frá einhverju mjög nútímalegu og nettu verkefnastjórnunartóli, en þetta virkar vel fyrir mig. Kollegar mínir á skrifstofunni gera grín að mér, en ég stend með sjálfum mér í þessu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þarna er nefnilega vandinn. Það er ekki gott að vakna alltaf snemma og vera vökuskarfur á sama tíma. Um helgar stelst ég til þess að fá mér kríu um miðjan daginn og veit fátt betra en að sofna með útvarpið malandi í bakgrunni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00 Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01 Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1. maí 2021 10:00
Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24. apríl 2021 10:01
Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg. 17. apríl 2021 10:01