Fótbolti

Gylfi, Jóhann Berg og Alfreð ekki með en tíu nýliðar í landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með í vináttulandsleikjunum þremur.
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með í vináttulandsleikjunum þremur. vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson valdi 34 leikmenn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum um mánaðarmótin. Sterka leikmenn vantar í íslenska hópinn eins og Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason.

Tíu nýliðar eru í íslenska hópnum: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson, Ísak Óli Ólafsson, Kolbeinn Þórðarson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Gísli Eyjólfsson og Þórir Jóhann Helgason.

Átta leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru í hópnum: Brynjar Ingi, Hörður Ingi, Ísak Óli, Rúnar Þór, Gísli, Þórir Jóhann, Birkir Már Sævarsson og Kári Árnason.

Ellefu leikmenn í hópnum verða ekki með í leiknum gegn Mexíkó í Texas 29. maí en koma inn í íslenska liðið fyrir leikinn gegn Færeyjum í Þórshöfn 4. júní. Íslendingar mæta svo Pólverjum í Poznan 8. júní.

Ljóst er að ekki mun allur hópurinn sem mætir Mexíkó ferðast í leikina við Færeyjar og Pólland og verður tilkynnt eftir leikinn við Mexíkó hvaða leikmenn verða ekki með gegn Færeyjum og Póllandi.

Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann var ekki valinn fyrir síðustu leiki landsliðsins eins og frægt var.

Meðal annarra fastamanna sem eru fjarverandi að þessu sinni má nefna Gylfa, Jóhann Berg, Alfreð, Hannes Þór Halldórsson, Sverri Inga Ingason, Arnór Sigurðsson, Guðlaug Victor Pálsson, Ara Frey Skúlason og Hörð Björgvin Magnússon.

Landsliðshópurinn

Markmenn

  • Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
  • Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
  • Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
  • Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *

Varnarmenn

  • Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
  • Brynjar Ingi Bjarnason | KA
  • Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
  • Hörður Ingi Gunnarsson | FH
  • Ísak Óli Ólafsson | Keflavík | 0 leikir
  • Kári Árnason | Víkingur R. | 89 leikir, 6 mörk
  • Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
  • Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
  • Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
  • Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
  • Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
  • Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
  • Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *

Miðjumenn

  • Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
  • Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
  • Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
  • Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
  • Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
  • Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
  • Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF | 2 leikir
  • Þórir Jóhann Helgason | FH
  • Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 40 leikir, 5 mörk *
  • Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark *
  • Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir *
  • Rúnar Már Sigurjónsson | CFR 1907 Cluj | 32 leikir, 2 mörk *

Sóknarmenn

  • Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
  • Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
  • Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
  • Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk *
  • Viðar Örn Kjartansson | Vålerenga | 28 leikir, 4 mörk *

Stjörnumerktir leikmenn fara ekki til Bandaríkjanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×