Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 18:01 Ljósleiðarinn liggur undir hrauninu við varnargarðinn. Egill Aðalsteinsson Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ákveðið var því að gera tilraun við gosstöðvarnar til að sjá hvaða áhrif rennandi hraun hefur á ljósleiðara sem liggur undir því. Lítil gögn eru nefnilega til um hvernig ljósleiðurum reiðir ef þeir verða undir hrauni. Þá er lítið vitað um hversu langt niður í jörðu áhrif hraunsins ná. Hraunið kom síðan upp að varnargörðunum og yfir tilraunaljósleiðarann á miðvikudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu hefur hann enn sem komið er staðist prófið og virkar sem skyldi. Hann er ekki grafinn nema 60 til 70 sentímetra niður í jörðu, líkt og flestir ljósleiðarar. Mikilvæg reynsla Litið er nú á alla framkvæmd varnargarðanna við gosstöðvarnar sem hálfgert tilraunaverkefni sem skapar mikilvæga reynslu verkfræðinga í framtíðinni ef búast má við fleiri gosum á Reykjanesskaganum og nálægt byggð. Ríkisstjórnin samþykkti það fyrir síðustu helgi að ráðast í verkefnið og láta reisa tvo fjögurra metra háa varnargarða til að aftra því að hraun færi að renna niður í Nátthaga. Þaðan myndi það fljótt renna sína leið að Suðurstrandavegi og er ljóst að ef hraunið nær þangað muni vegurinn skemmast. Ákveðið var síðan á þriðjudaginn að bæta tuttugu milljónum við verkefnið og hækka varnargarðana upp í átta metra. Gagnrýni kom upp um verkefnið í kjölfarið og benti jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson til að mynda á að engin leið væri að stöðva hraunið ef gosið héldi áfram í lengri tíma. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að þetta væri rétt hjá Páli en aðalatriðið væri ekki að stöðva hraunið heldur að afla mikilvægrar þekkingar og reynslu í hvernig hægt er að tefja rennandi hraun. „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski,“ sagði Hrönn. Ljósleiðaraverkefnið er liður í þessu og mun svara spurningum manna um hvort ljósleiðarar geti staðið af sér eldgos sem þetta.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25