Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. vísir

Hundrað og fimm­tíu mega koma saman á þriðju­dag og grímu­skylda verður af­numin að hluta. Við fjöllum um af­léttingar á sótt­varna­að­gerðum í fréttum okkar í kvöld og ræðum við heil­brigðis­ráð­herra, for­sætis­ráð­herra og veitinga­mann en ætla má að sá geiri sé himin­lifandi með þessar af­léttingar.

Við segjum einnig frá því að lög­reglan á Suður­nesjum fékk meintan höfuð­paur í um­fangs­miklu fíkni­efna­máli fram­seldan til landsins. Málið er flokkað sem skipu­lögð glæpa­starf­semi.

Sau­tján lög­reglu­menn hafa fallið fyrir eigin hendi síðustu þrjá­tíu ár. For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna segir tölurnar sláandi.

For­stjóri Play segir full­yrðingar ASÍ um lág laun flug­fé­lagsins til­raun til að þvinga fé­lagið til að ganga inn í Al­þýðu­sam­band Ís­lands.

Og við skoðum steypu­sílóin við Sæ­var­höfða en ætlunin er að um­bylta því svæði á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×