Sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 09:43 Dómararnir þrír voru ekki sammála um niðurstöðu málsins og skilaði einn þeirra inn sératkvæði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári. Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsisvist í febrúar í fyrra. Landsréttur sneri þeim dómi hins vegar við í gær en einn dómaranna var ósammála þeirri niðurstöðu. Segir hann í sératkvæði sínu að framburður brotaþola hafi verið stöðugur og trúverðugur og að ekki hafi farið á milli mála að tekið hafi á hana að lýsa atvikunum sem áttu sér stað. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 22. júlí árið 2018 þegar brotaþoli og maðurinn fylgdust að heim til hennar rétt fyrir klukkan 4 um nóttina. Þau höfðu átt í ástarsambandi í nokkra mánuði nokkrum árum áður en höfðu sofið saman nokkrum sinnum eftir það. Þessa umræddu nótt fóru þau heim saman og beint inn á herbergi. Maðurinn lagðist upp í rúm hennar en konan lagðist við hlið hans klædd í stuttermabol og stuttbuxum. Um framhaldið eru þau ósammála en maðurinn segir að eftir nokkurra mínútna spjall hafi þau farið að kyssast og þreifa hvort á öðru og hann hafi farið aðeins ofan á hana. Hún hafi á tekið stuttbuxurnar aðeins niður og hann minnti að þau hefðu hafið samfarir en þá hafi konan beðið hann um að hætta sem hann hafi gert. Í skýrslutöku fyrir héraðsdómi greindi brotaþoli frá því að hún hafi sagt manninum áður en þau lögðust til hvílu að hún vildi ekki stunda kynlíf. Hún hafi farið úr bolnum og maðurinn nuddað á henni bakið og hún hafi þá sofnað. Hún hafi svo vaknað upp við það að maðurinn væri að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi beðið manninn um að hætta sem hann hafi þá gert. Strax í kjölfarið segist konan hafa farið inn til systur sinnar sem var heima og beðið hana um að reka manninn út sem hún gerði. Maðurinn segist ekki hafa áttað sig á því af hverju konan fór út úr herberginu og af hverju honum hafi verið vísað á dyr. Í dómi kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og væri í meginatriðum metinn trúverðugur. Þá hafi ekki tekist að sanna með óyggjandi hætti að maðurinn hafi haft ásetning fyrir brotinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira