Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hraun tók að flæða yfir annan varnargarðanna í nótt og stefnir nú í átt að Nátthaga. Fólk er beðið um að gæta varúðar á svæðinu en það gæti tekið nokkrar vikur fyrir hraunið að ná að Suðurstrandavegi.

Þá heyrum við í sóttvarnalæknir sem bjartsýnn á framhaldið. Enginn greindist með kórónuveiruna annan daginn í röð en með þessu áframhaldi býst sóttvarnalæknir við samfélagi án sóttvarnareglna upp úr miðju sumri. 

Við fylgjumst einnig með átökum milli Ísraela og Palestínumanna í Jerúsalem í gær, hálfu sólarhring eftir að samið var um vopnahlé. Við heyrum einnig hljóðið í Eurovisionförunum okkar sem eru vongóðir um gott gengi í úrslitum keppninnar í kvöld. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×