Hraun flæðir niður í Nátthaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2021 13:08 Hörn myndaði hraunið í morgun, skömmu áður en það fór að renna niður í Nátthaga. Hörn Hrafnsdóttir „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37
Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01