„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2021 18:13 Heimir fordæmir meintar tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á starf Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Heimir laut í lægra haldi í kjörinu og var Sigríður Dögg kjörin formaður félagsins. Kjarninn og Stundin hafa greint frá því í umfjöllun sinni um „Skæruliðadeild Samherja,“ að hópurinn hafi gert tilraunir til þess að koma í veg fyrir að Sigríður, sem er fréttamaður á RÚV, yrði kjörin í embættið. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu Heimis Más í heild sinni: Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Heimir Már er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Það var fyrst í dag að ég heyrði af meintum afskiptum einhvers hóps á vegum Samherja til að hafa áhrif á nýlegt formannskjör hjá Blaðamannafélagi Íslands þegar athygli mín var vakin á grein í Kjarnanum. Svo það sé sagt. Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja eða hverra annarra utan Blaðamannafélagsins til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Ég háði litla sem enga kosningabaráttu fyrir kjörið fyrir utan formlegan framboðsfund félagsins sem streymt var til félagsmanna. Ég hafði ekki samband við nokkurn félaga í aðdraganda kjörsins til að óska eftir stuðningi við mig né til að hvetja fólk til að kjósa ekki Sigríði Dögg Auðunsdóttur. Ég sendi hins vegar nokkrum tugum félaga skilaboð á lokadegi kosninganna til að minna á hvenær kosningu lyki. Annað ekki. Ég veit að nokkrir samstarfsmenn mínir sem vildu mér vel höfðu samband við nokkra vini sína og félaga á öðrum miðlum en okkar til að mæla með mér. Enginn, ekki nokkur maður, sem tengist Samherja hafði samband við mig til að bjóða fram stuðning sinn. Ef þeir hefðu gert það hefði ég sagt þeim sömu, ekki svo vinsamlega, að láta af öllum slíkum afskiptum. Ef einhver í slagtogi við Samherja hefur beitt sér till að fá stuðning við framboð mitt, hefur það alveg örugglega ekki gagnast mér. Þvert á móti. Blaðamannafélag Íslands er ekki fjölmennt félag og ég tel að félagsmenn flestir þekki nægilega vel til mín til að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu mig heppilegan til forystu í félaginu okkar. Ég bauð mig fram til að efla félagið í samskiptum þess við útgefendur og umheiminn almennt og til að verja þau grundvallargildi sem félagið byggir á og koma fram í lögum þess og siðareglum. Ef rétt er að Samherji og fólk á hans vegum hafi reynt að hafa áhrif á úrslit formannskjörs í BÍ er það þeim hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Sjávarútvegur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira