Wisla Plock var 15-13 yfir í hálfleik en þýska liðið snéri við taflinu í síðari hálfelik. Ómar Ingi var markahæstur ásamt Michael Damgaard í þýska liðinu með sex mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er áfram á meiðslalistanum hjá Magdeburg en mótherjinn í úrslitaleiknum verður Fuchse Berlin eftir að þeir unnu 35-32 sigur á Rhein Neckar Löwen.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað en úrslitaleikurinn fer fram á morgun.
HBW Balingen-Weilstetten vann ansi mikilvægan sigur í fallbaráttunni í Þýskalandi er þeir unnu 27-25 sigur á Bergrischer í Íslendingaslag.
Balingen er eftir sigurinn þremur stigum frá fallsæti en Ludwigshafen, sem er sæti neðar, á þó leik til góða. Bergrischer siglir lygnan sjó; í ellefta sætinu.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergrischer en Oddur Grétarsson gerði tvö fyrir Balingen.
Kiel vann svo 29-28 sigur á Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, en Kiel er á toppnum og Melsungen í sjöunda sætinu.
Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen.
Fréttin hefur verið uppfærð.