Stefnir í metár í fæðingum á Íslandi: „Börn sem hafa verið getin í kórónuveirufaraldrinum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 12:01 Búist er við metári í fæðingartíðni hér á landi. mynd/getty Það stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, segir mikla aukningu hafa orðið á þjónustu Landspítala vegna meðgöngu og fæðinga. „Við erum búin að vera sjá svona aðeins aukningu á síðustu þremur til fjórum árum en síðan fórum við að sjá kipp upp úr áramótum núna og þá megum við búast við því að þau séu börn sem hafi verið getin í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ingibjörg. Horft sé á tölfræðina út frá 20 vikna ómskoðunum. „Við erum að sjá töluvert mikla aukningu núna um mitt þetta ár.“ Fimm þúsund börn fæðist í ár 2021 verði að öllum líkindum metár í fæðingum hér á landi. „Það lítur út fyrir að það ætli að verða metár. Við sáum þetta líka í kjölfarið á bankahruninu og þetta eru svona tölur sem er svipaðar og voru þá. Það var aukning frá 2010 til 2012 en síðan jafnaði það sig út. Nú er þetta er að gerast aftur og það er útlit fyrir metár 2021 og líka 2022,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalanum.Vísir Búist er við því að það fæðist hátt í 5000 börn á Íslandi í ár. „Við horfum á þetta út frá fósturgreiningunni fyrir landið allt. Ekki bara fæðingar á Landspítala heldur á landinu öllu. Ef við horfum á landið allt eru þetta 500 börnum fleiri en í fyrra. Þetta gætu verið 4800 til 5000 börn sem myndu fæðast á þessu ári en þetta eru tölur sem við erum að skjóta á,“ segir Ingibjörg. Sautján próset fjölgun Þannig sé gert ráð fyrir sautján prósent fjölgun á fæðingum á landinu öllu í júní og ágúst á þessu ári miðað við sömu mánuði í fyrra. Eruði með nægan mannskap til að sinna þessu? „Við gerum ráð fyrir því að við ráðum við þetta. Við erum að vinna í að koma til móts við þessa spá. Starfsfólk færir til dæmis sumarfrí og svo förum við langt á gleðinni í starfinu,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Fæðingarorlof Frjósemi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira