Síðasti sýningardagurinn þeirra á Kolagötu 2 í Reykjavík er í dag, en einnig er hægt að skoða sýninguna rafrænt. Sýningarstjórar eru Bethina Elverdam Nielsen og Edda Mac og sýningin er styrkt af Reykjavíkurborg.
Þátttakendur; Aðalheiður Alfreðsdóttir, Andrea Fanney Jónsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Annamaria Lind Geirsdóttir, Ásdís Birgisdóttir, Bethina Elverdam Nielsen, Edda Mac, Herdís Tómasdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Judith Amalía Jóhannsdóttir, Karin María Sveinbjörnsdóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Margrét Friðjónsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Päivi Vaarula, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Rakel Blom, Sólrún Friðriksdóttir, Þorgerður Hlöðversdóttir.
Með verkum sínum leitast þátttakendur við að leiða áhorfandann í gegnum sögur með því í að kryfja efni niður í smáatriði og afhjúpa dulin augnablik. Hversu langt er hægt að teygja textílform?
Hvernig hefur efnisval áhrif á upplifun okkar? Getur yfirborð flata haft áhrif á tilfinningar okkar og líðan? Þátttakendur skapa dýpri skilning í samtali milli listar og hönnunar. Þær hafa frjálsar hendur hvað varðar tækni og stærð verka. Efni verður þó að vera textíll eða vísa í textíl. Sýningin verður bæði sett upp í rými í miðbænum og á netinu til að hún verði aðgengileg sem flestum.
Nánari upplýsingar má finna HÉR!