Úrslitakeppni NBA: Suns lögðu meistara Lakers, Grizzlies vann óvæntan sigur á Utah og þríeykið hjá Nets fer vel af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 11:00 Úr leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í nótt. Christian Petersen/Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer svo sannarlega af stað með látum en alls fóru sex leikir fram í nótt og enginn þeirra olli vonbrigðum. Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Phoenix Suns lögðu ríkjandi meistara Los Angeles Lakers 99-90 í nótt. Meistararnir voru ólíkir sjálfum sér og þá sérstaklega Anthony Davis sem átti afleitan leik ef tekið er mið af hæfileikunum sem hann býr yfir. Þá var ljóst að LeBron James hefur ekki enn jafnað sig af ökklameiðslum en hann virtist ekki heill heilsu í leiknum. Hjá Suns meiddist Chris Paul illa í leiknum og var nánast á annarri löppinni lungann úr leiknum en það kom ekki að sök þar Devin Booker og Deandre Ayton áttu báðir stórleik. Bæði Booker og Ayton voru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. D-Book (34 PTS, 8 AST, 7 REB) put on a clinic in his first-ever playoff game pic.twitter.com/M6F2sRv31i— NBA TV (@NBATV) May 23, 2021 Ayton endaði með 21 stig og 16 fráköst á meðan Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hjá Lakers var Lebron með 18 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Memphis Grizzles kom öllum á óvart þegar leir lögðu deildarmeistara Utah Jazz með þriggja stiga mun, 112-109. Vitað var að Grizzlies myndu gefa Jazz leik en fáir sérfræðingar reiknuðu með að Grizzlies myndu vinna fyrsta leik einvígisins. Það tókst þeim þó á endanum þökk sé frábærum öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigir liðsins. Dillon Brooks var stigahæstur í liði Grizzlies með 31 stig en þar á eftir kom Ja Morant með 26. Hjá Utah var Bojan Bogdanović stigahæstur með 29 stig á meðan Mike Conley Jr. skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar. Ja (26 PTS) & Dillon Brooks (31 PTS) led Memphis to a big Game 1 win pic.twitter.com/g3SmwAC54S— NBA TV (@NBATV) May 24, 2021 Kevin Durant fór fyrir Brooklyn Nets sem vann nokkuð sannfærandi sigur á Boston Celtics, lokatölur 104-93. Durant skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Kyrie Irving skoraði 29 stig og James Harden skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 22 stig. Damian Lillard átti stórleik er Portland Trail Blazers lögðu Denver Nuggets, 123-109. Lillard skoraði 34 stig ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. Segja má að Portland hafi treyst mikið á byrjunarlið sitt í nótt en liðið notaði aðeins sex leikmenn í leiknum. Nikola Jokić skoraði 34 stig í liði Denver ásamt því að taka 16 fráköst. Atlanta Hawks gerðu sér lítið fyrir og unnu New York Knicks í Garðinum í Stóra Eplinu, lokatölur þar 107-105 í hörkuleik. Alec Burks var óvænt stigahæstur í liði heimamanna með 27 stig á meðan Trae Young fór fyrir gestunum með 32 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Young tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu. Players around the league made their #NBAPlayoffs debuts in STYLE on Sunday! pic.twitter.com/1m0CyvZoyt— NBA (@NBA) May 24, 2021 Að lokum vann Philadelphia 76ers sjö stiga sigur á Washington Wizards, 125-118. Tobias Harris var stigahæstur hjá 76ers með 37 stig en þar á eftir kom Joel Embiid með 30 stig. Ben Simmons skoraði aðeins 6 stig en hann tók 15 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Hjá Wizards var Bradley Beal stigahæstur með 33 stig en hann tók einnig 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira