Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 10:12 Það fer ekki mikið fyrir Íslenska flugstéttafélaginu og litlar upplýsingar að finna um það. Vísir/Vilhelm Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum. Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum.
Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira