„Í áskorunum er tækifæri til að þróast“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2021 09:30 Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hefur stofnað íslenskt hárvörumerki og sameinar þannig menntun sína í hárgreiðslu og vöruhönnun. „Hugmyndin um að þróa mitt eigið hárvörumerki er búin að vera í höfðinu á mér í mörg ár en ég byrjaði ekki að vinna í henni að alvöru fyrr en 2019,“ segir vöruhönnuðurinn og hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack í samtali við Vísi. Theodóra var að stofna sitt eigið hárvörumerki og innblásturinn kemur frá hennar ferli í hárgreiðslunni. „Hugmyndin hefur farið fram og til baka, suður og austur, til tunglsins og til baka og varð lendingin sú sem við sjáum í dag. Merkið verður stöðugt í þróun eins og eigandinn. Hárvörumarkaðurinn er spennandi markaður með mikið af mögulegri skemmtilegri þróun sem við tökum þátt í og höfum gaman af.“ Skrautlegur ferill Merkið heitir THEA og koma fyrstu vörurnar fljótlega á markað en fleiri bætast svo við á næstu mánuðum. „Innblásturinn kemur frá mínum persónulega ferli sem hefur verið ansi skrautlegur. Allt frá því að vera hárgreiðslukona, bókahöfundur, þáttastjórnandi á Stöð 2, bloggari á Trendnet, vöruhönnuður með sprotafyrirtæki, frá persónulegum sigrum og ósigrum. Fyrirtækið er góð blanda af öllu þessu og vonast ég til að ég sé að sá fræi sem verður að listigarði einn daginn.“ Fyrstu vörurnar sem Theodóra setur á markað eru túperingarbursti, hársvarðarbursti og hárklæði. Ef allt gengur eftir, þá mun sala hefjast í byrjun júní. „Thea er nýtt íslenskt hárvörumerki, fyrsta sinnar tegundar á Ísland. Thea framleiðir vörur sem einfalda hárumhirðu og færa því gleði og raunverulegar lausnir við algengum vandamálum þegar kemur að hári. Vörumerkið skiptist í tvennt. Háraukahlutir og hárvörur. Fyrst um sinn verður Thea einungis með háraukahluti en hárvörur eru í þróun og mun líta dagsins ljós með tíð og tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Theodóra Mjöll (@theodoramjoll) Fegurðin í einfaldleikanum Theodóra hefur gefið út hárgreiðslubækur eins og Lokkar, Hárið og Hárbókin. „Þegar kemur að hári þá eigum við það til að mikla allt svo mikið fyrir okkur. Mín ástríða í gegn um ferilinn minn er að einfalda hlutina niður og gera þá skiljanlega og aðgengilega fyrir notendur. Hvort sem það eru kennslumyndbönd að fallegum krullum, skref fyrir skref myndir að einföldum greiðslum eða hvernig hönnunarferli gengur fyrir sig frá hugmynd til vöru. Það mun einkenna mitt hárvörumerki. Vörur sem eru aðgengilegar, einfalda hárlífið og eru auðveldar í notkun. Fegurðin leynist svo oft í einfaldleikanum,“ segir Theodóra. „Markmið mitt er alltaf að hafa svolítið gaman af því sem ég geri og reyni eftir bestu getu að einfalda flókna hluti svo allir hafi aðgang að þeim. Það eru svo margir að glíma við hártengd vandamál sem er svo auðvelt að takast á við með réttum vörum, handtökum og upplýsingum. Svo markmið mitt er í raun að auðvelda hárlíf fólks.“ Hugmyndin að nafninu á merkinu kom frá viðskiptavini sem staddur var í klippingu hjá Theodóru. „Ég var búin að velta nafninu lengi fyrir mér þegar góðvinkona mín hún Maja Árnadóttir sagði, nánast upp úr þurru þegar ég var að lita hana í stólnum hjá mér Af hverju ertu að flækja þetta svona fyrir þér, Thea er nafnið. Ég var feimin við það fyrst þar sem nafnið er jú, næstum hluti af mínu eigin nafni þó ég sé aldrei kölluð neitt annað en Theodóra. En svo fór ég að skoða þetta nánar, merkingu Thea og hvernig það liti úr grafískt og annað því tengdu og ég var seld. Maja hafði rétt fyrir sér. Thea var einfaldlega besta nafnið.“ View this post on Instagram A post shared by thea (@thea.haircare) Kynntist sjálfri sér betur Theodóra byrjaði að læra hárgreiðslu aðeins sautján ára gömul og um tvítugt fann hún að hana langaði í meira nám. „Hárgreiðslan hefur alltaf átt svo stóran hluta af mér svo þegar ég hóf nám mitt í vöruhönnun við listaháskólann byrjaði mig að dreyma um að búa til flöt þar sem hönnun og hár mætast. Taka það besta úr báðum fögum og búa til nýjan og spennandi flöt. Hárbækurnar voru svo sannarlega afrakstur þessarra tveggja faga en mig langaði að taka það enn lengra. Nú er ég að taka mín fyrstu skref í að búa til þennan nýjan flöt og ég fyllist mikilli spennu yfir því hvert það mun taka mig. Svo það skemmtilegasta í ferlinu hefur verið að kynnast sjálfri mér betur, hvað mig langar að gera við það sem ég hef lært og hvernig ég get búið til flöt þar sem ég fæ rými til að þróast enn frekar.“ Hún segir að áskoranirnar sem hún hefur mætt á leiðinni séu óteljandi margar. „Í áskorunum er tækifæri til að þróast, tækifæri til að komast að því úr hverju maður er gerður. Ég hef tekið tímabil þar sem ég spyr sjálfa mig hvort ég sé nú alveg gengin af göflunum, að enginn heilvita einstaklingur fer í svona verkefni einn síns liðs. En svo anda ég inn og út, fer yfir stöðuna og held áfram. Segi við sjálfa mig að það versta sem getur gerst er að þetta gangi ekki upp og að það sé allt í lagi. Þá get ég aldrei lifað í eftirsjá um hugmynd sem aldrei varð því ég þorði ekki að fylgja henni eftir.“ Theodóra er jákvæð fyrir framhaldinu og hvetur fólk til að láta draumana verða að veruleika. „Það er endalaust rými til að skapa, fyrir nýjar hugmyndir, samstarf og ný fyrirtæki. Svo best sem ég veit þá lifum við bara einu sinni, vona að það sé ekki rétt, og lífið getur verið svo stutt. Við sem erum það heppin að hafa heila sem virkar, notum hann til góða bæði fyrir okkur og aðra. Svo ég segi við alla þá sem eru með hugmynd í kollinum að fylgja henni eftir.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna“ Athafnakonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack ákvað að breyta áföllum í bernsku í sigra og vonar að hún geti hjálpað öðrum konum að skila skömminni vegna kynferðisbrota. 22. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Theodóra var að stofna sitt eigið hárvörumerki og innblásturinn kemur frá hennar ferli í hárgreiðslunni. „Hugmyndin hefur farið fram og til baka, suður og austur, til tunglsins og til baka og varð lendingin sú sem við sjáum í dag. Merkið verður stöðugt í þróun eins og eigandinn. Hárvörumarkaðurinn er spennandi markaður með mikið af mögulegri skemmtilegri þróun sem við tökum þátt í og höfum gaman af.“ Skrautlegur ferill Merkið heitir THEA og koma fyrstu vörurnar fljótlega á markað en fleiri bætast svo við á næstu mánuðum. „Innblásturinn kemur frá mínum persónulega ferli sem hefur verið ansi skrautlegur. Allt frá því að vera hárgreiðslukona, bókahöfundur, þáttastjórnandi á Stöð 2, bloggari á Trendnet, vöruhönnuður með sprotafyrirtæki, frá persónulegum sigrum og ósigrum. Fyrirtækið er góð blanda af öllu þessu og vonast ég til að ég sé að sá fræi sem verður að listigarði einn daginn.“ Fyrstu vörurnar sem Theodóra setur á markað eru túperingarbursti, hársvarðarbursti og hárklæði. Ef allt gengur eftir, þá mun sala hefjast í byrjun júní. „Thea er nýtt íslenskt hárvörumerki, fyrsta sinnar tegundar á Ísland. Thea framleiðir vörur sem einfalda hárumhirðu og færa því gleði og raunverulegar lausnir við algengum vandamálum þegar kemur að hári. Vörumerkið skiptist í tvennt. Háraukahlutir og hárvörur. Fyrst um sinn verður Thea einungis með háraukahluti en hárvörur eru í þróun og mun líta dagsins ljós með tíð og tíma.“ View this post on Instagram A post shared by Theodóra Mjöll (@theodoramjoll) Fegurðin í einfaldleikanum Theodóra hefur gefið út hárgreiðslubækur eins og Lokkar, Hárið og Hárbókin. „Þegar kemur að hári þá eigum við það til að mikla allt svo mikið fyrir okkur. Mín ástríða í gegn um ferilinn minn er að einfalda hlutina niður og gera þá skiljanlega og aðgengilega fyrir notendur. Hvort sem það eru kennslumyndbönd að fallegum krullum, skref fyrir skref myndir að einföldum greiðslum eða hvernig hönnunarferli gengur fyrir sig frá hugmynd til vöru. Það mun einkenna mitt hárvörumerki. Vörur sem eru aðgengilegar, einfalda hárlífið og eru auðveldar í notkun. Fegurðin leynist svo oft í einfaldleikanum,“ segir Theodóra. „Markmið mitt er alltaf að hafa svolítið gaman af því sem ég geri og reyni eftir bestu getu að einfalda flókna hluti svo allir hafi aðgang að þeim. Það eru svo margir að glíma við hártengd vandamál sem er svo auðvelt að takast á við með réttum vörum, handtökum og upplýsingum. Svo markmið mitt er í raun að auðvelda hárlíf fólks.“ Hugmyndin að nafninu á merkinu kom frá viðskiptavini sem staddur var í klippingu hjá Theodóru. „Ég var búin að velta nafninu lengi fyrir mér þegar góðvinkona mín hún Maja Árnadóttir sagði, nánast upp úr þurru þegar ég var að lita hana í stólnum hjá mér Af hverju ertu að flækja þetta svona fyrir þér, Thea er nafnið. Ég var feimin við það fyrst þar sem nafnið er jú, næstum hluti af mínu eigin nafni þó ég sé aldrei kölluð neitt annað en Theodóra. En svo fór ég að skoða þetta nánar, merkingu Thea og hvernig það liti úr grafískt og annað því tengdu og ég var seld. Maja hafði rétt fyrir sér. Thea var einfaldlega besta nafnið.“ View this post on Instagram A post shared by thea (@thea.haircare) Kynntist sjálfri sér betur Theodóra byrjaði að læra hárgreiðslu aðeins sautján ára gömul og um tvítugt fann hún að hana langaði í meira nám. „Hárgreiðslan hefur alltaf átt svo stóran hluta af mér svo þegar ég hóf nám mitt í vöruhönnun við listaháskólann byrjaði mig að dreyma um að búa til flöt þar sem hönnun og hár mætast. Taka það besta úr báðum fögum og búa til nýjan og spennandi flöt. Hárbækurnar voru svo sannarlega afrakstur þessarra tveggja faga en mig langaði að taka það enn lengra. Nú er ég að taka mín fyrstu skref í að búa til þennan nýjan flöt og ég fyllist mikilli spennu yfir því hvert það mun taka mig. Svo það skemmtilegasta í ferlinu hefur verið að kynnast sjálfri mér betur, hvað mig langar að gera við það sem ég hef lært og hvernig ég get búið til flöt þar sem ég fæ rými til að þróast enn frekar.“ Hún segir að áskoranirnar sem hún hefur mætt á leiðinni séu óteljandi margar. „Í áskorunum er tækifæri til að þróast, tækifæri til að komast að því úr hverju maður er gerður. Ég hef tekið tímabil þar sem ég spyr sjálfa mig hvort ég sé nú alveg gengin af göflunum, að enginn heilvita einstaklingur fer í svona verkefni einn síns liðs. En svo anda ég inn og út, fer yfir stöðuna og held áfram. Segi við sjálfa mig að það versta sem getur gerst er að þetta gangi ekki upp og að það sé allt í lagi. Þá get ég aldrei lifað í eftirsjá um hugmynd sem aldrei varð því ég þorði ekki að fylgja henni eftir.“ Theodóra er jákvæð fyrir framhaldinu og hvetur fólk til að láta draumana verða að veruleika. „Það er endalaust rými til að skapa, fyrir nýjar hugmyndir, samstarf og ný fyrirtæki. Svo best sem ég veit þá lifum við bara einu sinni, vona að það sé ekki rétt, og lífið getur verið svo stutt. Við sem erum það heppin að hafa heila sem virkar, notum hann til góða bæði fyrir okkur og aðra. Svo ég segi við alla þá sem eru með hugmynd í kollinum að fylgja henni eftir.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna“ Athafnakonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack ákvað að breyta áföllum í bernsku í sigra og vonar að hún geti hjálpað öðrum konum að skila skömminni vegna kynferðisbrota. 22. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég hélt alltaf að þetta væri mér að kenna“ Athafnakonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack ákvað að breyta áföllum í bernsku í sigra og vonar að hún geti hjálpað öðrum konum að skila skömminni vegna kynferðisbrota. 22. nóvember 2019 10:45