Lof og last: Elfar, Sævar, Jason, föst leikatriði Keflavíkur, væl Fylkis og Meistaravellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2021 11:01 Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis. Vísir/Vilhelm Það er leikið ört í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu og lauk 6. umferð í gærkvöld. Umferðin var leikin á tveimur dögum og hefur mikið gengið á, hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Elfar Árni Aðalsteinsson Taka skal fram að KA hefði ekki átt möguleika á þremur stigum ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Stubbsins [Steinþórs Más Auðunssonar] í marki Akureyringa er liðið lagði Stjörnuna með ein marki gegn engu í Garðabænum. Lofið fær hins vegar Elfar Árni en hann sá til þess að Akureyringar fóru með stigin þrjú heim á leið. Húsvíkingurinn er allur að braggast eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna meiðsla og eftir að hafa komið inn af bekknum á 67. mínútu þá tryggði hann KA sigur með glæsilegu marki þegar átta mínútur lifðu leiks. Annað mark hans á tímabilinu og ljóst að KA er fært í flestan sjó ef Elfar Árni finnur sitt gamla form. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA 24. maí 2021 Jason Daði Svanþórsson Þessi ungi Mosfellingur hefur byrjað sitt fyrsta tímabil í efstu deild af krafti. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri Breiðabliks upp á Skipaskaga á mánudagskvöld. Eftir sex leiki hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö, ágætis byrjun hjá þessum spennandi leikmanni. Blikar hafa skorað 14 mörk í leikjunum sex og ljóst að ef liðið hættir að leka mörkum á hinum enda vallarins er það til alls líklegt. Jason Daði hefur staðið sig með prýði á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni.Vísir/Vilhelm Sævar Atli og Breiðholtið Ekki í fyrsta - og mögulega ekki í síðasta - skipti sem Leikni og leikmönnum þeirra er hrósað hér. Að þessu sinni fær fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon mesta lofið sem og Efra-Breiðholtið sjálft. Mikið var rætt um þá staðreynd að Sævar Atli væri búinn að semja við Breiðablik áður en tímabilið og hófst og vitað að hann myndi spila í grænu sumarið 2021.Sævar sjálfur hefur þó alltaf sagt að hann ætli sér að mæta Leikni á næstu leiktíð og virðist ætla að standa við það loforð. Fyrirliðinn skoraði bæði mörk Leiknis í frábærum 2-1 sigri á FH í gærkvöld og ef ekki hefði verið fyrir óskiljanlegan rangstöðudóm hefði Sævar mögulega skorað fyrstu þrennu sína í efstu deild. Þá fær Efra-Breiðholt einnig hrós en Leiknismenn hafa ekki enn tapað leik á heimavelli. Last Varnarleikur Keflavíkur í föstum leikatriðum Nýliðar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals á mánudagskvöld. Eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk í þremur leikjum í röð - alls tólf talsins - tókst Keflvíkingum að þétta raðirnar og gefa fá færi á sér. Það dugði þó ekki til lið en liðið gaf tvö mörk eftir föst leikatriði. Það fyrra gerði fyrirliðinn Rasmus Christiansen þar sem hann stóð einn á markteig undir lok fyrri hálfleiks. Það síðara gerði Birkir Már Sævarsson eftir að heimamönnum gekk bölvanlega að hreinsa frá og aftur datt boltinn fyrir fætur Valsara sem var óvaldaður inn á markteig. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Vals 24. maí 2021 Keflavík er ekki eina liðið sem virðist vera í vandræðum með föst leikatriði en gríðarlegt magn marka virðist koma eftir föst leikatriði í Pepsi Max deildinni. Væl Fylkismanna yfir síðara marki Víkings Síðara mark Víkinga í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í gærkvöld var umdeild. Allavega að mati þjálfarateymis Fylkis. „Við missum mann út af vegna höfuðhöggs og erum að reyna að ná skiptingu en svo skora þeir 2-1 markið þegar að við erum manni færri. Þarna hefðum við viljað stoppa leikinn,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, eftir að Víkingar komust yfir þegar Dagur Dan Þórhallsson var óvígur utan vallar. Þannig er samt mál með vexti að Fylkir vann boltann til baka - manni færri - en í stað þess að lúðra honum út af og gera skiptingu þá óðu þeir af stað í skyndisókn sem rann út í sandinn. Í stað þess að sparka boltanum út af sjálfir þá töpuðu þeir boltanum og var refsað fyrir það. Atli Sveinn á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Draugamarkið“ sem fékk að standa og mörkin sem stóðu ekki í Breiðholti Það var mikið af undarlegum dómum í leik Leiknis og FH í gærkvöld. Mark gestanna úr Hafnafirði er svo gott sem ómögulegt að sjá hvort sé inni nema búið sé að koma upp marklínutækni á völlum Pepsi Max-deildarinnar án þess að almenningur viti af. Sævar Atli hélt hann hefði komið Leikni í 2-1 en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu, virtist það fullkomlega löglegt í endursýningum. Þá héldu FH-ingar að þeir hefðu jafnað metin í 2-2 í síðari hálfleik en aftur var það dæmt af vegna rangstöðu sem var nær ómögulegt að sjá. „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH, um markið en Guy Smit markvörður Leiknis missti aukaspyrnu utan af velli fyrir fætur Péturs Viðarssonar sem lagði knöttinn í netið. Heimavallarárangur KR Meistaravellir, heimavöllur KR, skilaði heimamönnum ekki mörgum stigum í fyrra. Sama virðist upp á teningnum í ár. Liðið komst yfir gegn HK, fékk færi til að klára leikinn en missti forystuna niður í jafntefli undir lok leiks. Eftir töp gegn bæði KA og Val var þetta fyrsta stig KR-inga á heimavelli en það er ekki ásættanleg niðurstaða á þeim bænum. Ef liðið ætlar sér að vera með topp- eða Evrópubaráttu þarf heimavöllurinn að fara skila fleiri stigum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir unnu nýliðana í hörkuleik Valur sótti stigin þrjú í Keflavík með 1-2 sigri. Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um mörkin fyrir gestina en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir heimamenn. 24. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtal: ÍA - Breiðablik 2-3 | Breiðablik kláraði ÍA í seinni hálfleik Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 0-1 | Enn bíður Stjarnan fyrsta sigursins KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - HK 1-1 | Stefan bjargaði stigi fyrir HK KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin. 25. maí 2021 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-2 | Nikulás bjargaði sárum Fylkismönnum Víkingur R. og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Fossvogi í kvöld í leik þar sem fjörið var langmest á lokamínútunum. Þar með mistókst Víkingum að komast aftur á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 25. maí 2021 22:05 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Elfar Árni Aðalsteinsson Taka skal fram að KA hefði ekki átt möguleika á þremur stigum ef ekki hefði verið fyrir frammistöðu Stubbsins [Steinþórs Más Auðunssonar] í marki Akureyringa er liðið lagði Stjörnuna með ein marki gegn engu í Garðabænum. Lofið fær hins vegar Elfar Árni en hann sá til þess að Akureyringar fóru með stigin þrjú heim á leið. Húsvíkingurinn er allur að braggast eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna meiðsla og eftir að hafa komið inn af bekknum á 67. mínútu þá tryggði hann KA sigur með glæsilegu marki þegar átta mínútur lifðu leiks. Annað mark hans á tímabilinu og ljóst að KA er fært í flestan sjó ef Elfar Árni finnur sitt gamla form. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA 24. maí 2021 Jason Daði Svanþórsson Þessi ungi Mosfellingur hefur byrjað sitt fyrsta tímabil í efstu deild af krafti. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri Breiðabliks upp á Skipaskaga á mánudagskvöld. Eftir sex leiki hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö, ágætis byrjun hjá þessum spennandi leikmanni. Blikar hafa skorað 14 mörk í leikjunum sex og ljóst að ef liðið hættir að leka mörkum á hinum enda vallarins er það til alls líklegt. Jason Daði hefur staðið sig með prýði á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni.Vísir/Vilhelm Sævar Atli og Breiðholtið Ekki í fyrsta - og mögulega ekki í síðasta - skipti sem Leikni og leikmönnum þeirra er hrósað hér. Að þessu sinni fær fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon mesta lofið sem og Efra-Breiðholtið sjálft. Mikið var rætt um þá staðreynd að Sævar Atli væri búinn að semja við Breiðablik áður en tímabilið og hófst og vitað að hann myndi spila í grænu sumarið 2021.Sævar sjálfur hefur þó alltaf sagt að hann ætli sér að mæta Leikni á næstu leiktíð og virðist ætla að standa við það loforð. Fyrirliðinn skoraði bæði mörk Leiknis í frábærum 2-1 sigri á FH í gærkvöld og ef ekki hefði verið fyrir óskiljanlegan rangstöðudóm hefði Sævar mögulega skorað fyrstu þrennu sína í efstu deild. Þá fær Efra-Breiðholt einnig hrós en Leiknismenn hafa ekki enn tapað leik á heimavelli. Last Varnarleikur Keflavíkur í föstum leikatriðum Nýliðar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals á mánudagskvöld. Eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk í þremur leikjum í röð - alls tólf talsins - tókst Keflvíkingum að þétta raðirnar og gefa fá færi á sér. Það dugði þó ekki til lið en liðið gaf tvö mörk eftir föst leikatriði. Það fyrra gerði fyrirliðinn Rasmus Christiansen þar sem hann stóð einn á markteig undir lok fyrri hálfleiks. Það síðara gerði Birkir Már Sævarsson eftir að heimamönnum gekk bölvanlega að hreinsa frá og aftur datt boltinn fyrir fætur Valsara sem var óvaldaður inn á markteig. Klippa: Mörkin úr leik Keflavíkur og Vals 24. maí 2021 Keflavík er ekki eina liðið sem virðist vera í vandræðum með föst leikatriði en gríðarlegt magn marka virðist koma eftir föst leikatriði í Pepsi Max deildinni. Væl Fylkismanna yfir síðara marki Víkings Síðara mark Víkinga í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í gærkvöld var umdeild. Allavega að mati þjálfarateymis Fylkis. „Við missum mann út af vegna höfuðhöggs og erum að reyna að ná skiptingu en svo skora þeir 2-1 markið þegar að við erum manni færri. Þarna hefðum við viljað stoppa leikinn,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfara Fylkis, eftir að Víkingar komust yfir þegar Dagur Dan Þórhallsson var óvígur utan vallar. Þannig er samt mál með vexti að Fylkir vann boltann til baka - manni færri - en í stað þess að lúðra honum út af og gera skiptingu þá óðu þeir af stað í skyndisókn sem rann út í sandinn. Í stað þess að sparka boltanum út af sjálfir þá töpuðu þeir boltanum og var refsað fyrir það. Atli Sveinn á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Draugamarkið“ sem fékk að standa og mörkin sem stóðu ekki í Breiðholti Það var mikið af undarlegum dómum í leik Leiknis og FH í gærkvöld. Mark gestanna úr Hafnafirði er svo gott sem ómögulegt að sjá hvort sé inni nema búið sé að koma upp marklínutækni á völlum Pepsi Max-deildarinnar án þess að almenningur viti af. Sævar Atli hélt hann hefði komið Leikni í 2-1 en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu, virtist það fullkomlega löglegt í endursýningum. Þá héldu FH-ingar að þeir hefðu jafnað metin í 2-2 í síðari hálfleik en aftur var það dæmt af vegna rangstöðu sem var nær ómögulegt að sjá. „Rangstaða, að einhver hefði byrgt markverðinum þeirra sýn. Ég veit ekki meira. Ég sá þetta ekki almennilega,“ svaraði Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH, um markið en Guy Smit markvörður Leiknis missti aukaspyrnu utan af velli fyrir fætur Péturs Viðarssonar sem lagði knöttinn í netið. Heimavallarárangur KR Meistaravellir, heimavöllur KR, skilaði heimamönnum ekki mörgum stigum í fyrra. Sama virðist upp á teningnum í ár. Liðið komst yfir gegn HK, fékk færi til að klára leikinn en missti forystuna niður í jafntefli undir lok leiks. Eftir töp gegn bæði KA og Val var þetta fyrsta stig KR-inga á heimavelli en það er ekki ásættanleg niðurstaða á þeim bænum. Ef liðið ætlar sér að vera með topp- eða Evrópubaráttu þarf heimavöllurinn að fara skila fleiri stigum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir unnu nýliðana í hörkuleik Valur sótti stigin þrjú í Keflavík með 1-2 sigri. Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um mörkin fyrir gestina en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir heimamenn. 24. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtal: ÍA - Breiðablik 2-3 | Breiðablik kláraði ÍA í seinni hálfleik Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 0-1 | Enn bíður Stjarnan fyrsta sigursins KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - HK 1-1 | Stefan bjargaði stigi fyrir HK KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin. 25. maí 2021 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-2 | Nikulás bjargaði sárum Fylkismönnum Víkingur R. og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Fossvogi í kvöld í leik þar sem fjörið var langmest á lokamínútunum. Þar með mistókst Víkingum að komast aftur á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 25. maí 2021 22:05 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir unnu nýliðana í hörkuleik Valur sótti stigin þrjú í Keflavík með 1-2 sigri. Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um mörkin fyrir gestina en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir heimamenn. 24. maí 2021 22:15
Umfjöllun og viðtal: ÍA - Breiðablik 2-3 | Breiðablik kláraði ÍA í seinni hálfleik Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. 24. maí 2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 0-1 | Enn bíður Stjarnan fyrsta sigursins KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - HK 1-1 | Stefan bjargaði stigi fyrir HK KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin. 25. maí 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - FH 2-1 | Frækinn sigur Leiknismanna Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis þegar liðið vann frækinn sigur á FH, 2-1, í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 25. maí 2021 21:37
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-2 | Nikulás bjargaði sárum Fylkismönnum Víkingur R. og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Fossvogi í kvöld í leik þar sem fjörið var langmest á lokamínútunum. Þar með mistókst Víkingum að komast aftur á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 25. maí 2021 22:05