Baráttan heldur áfram Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 25. maí 2021 20:47 Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar