Körfubolti

Njarð­vík og Grinda­vík í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvík er komið í úrslitaleik 1. deildar kvenna og getur tryggt sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Grindavík í úrslitum.
Njarðvík er komið í úrslitaleik 1. deildar kvenna og getur tryggt sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Grindavík í úrslitum. Njarðvík

Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigurvegari úrslitaleikurinn tryggir sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð.

Njarðvík vann mjög sannfærandi 20 stiga sigur á Ármanni í kvöld á heimavelli, lokatölur 76-56. 

Chelsea Nacole Jennings var stigahæst í liði Njarðvíkur með 24 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 

Þar á eftir kom Helena Rafnsdóttir en hún skoraði 19 stig og tók sjö fráköst. Jónína Þórdís Karlsdóttir var stigahæst hjá Ármanni með 13 stig.

Þá vann Grindavík einnig nokkuð sannfærandi sigur á ÍR en liðin mættust í Breiðholti í kvöld, lokatölur 68-55 gestunum í vil.

Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 21 stig í liði Grindavíkur ásamt því að taka átta fráköst. Sólrún Sæmundsdóttir var stigahæst í liði ÍR með 12 stig.

Samkvæmt vef KKÍ fer úrslitaleikurinn fram 6. júní en mögulega gæti hann farið fram fyrr þar sem hvorugt einvígið fór í oddaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×