Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 13:27 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Hlýnandi veður Veður Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira