Þeir fiska sem róa Helga Björg Loftsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:31 Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar