Benedikt segist ekki hafa afþakkað 2. sætið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:57 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni Viðreisnar og stofnanda flokksins, var boðið annað sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Honum hafði einnig verið boðið neðsta sætið á listanum, svokallað heiðurssæti, sem hann afþakkaði og er hann ekki á framboðslista fyrir flokkinn. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, í samtali við Vísi. Framboðslistar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum voru kynntir í gær. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða listana en Benedikt hafði sóst eftir oddvitasæti á Suðvesturhorninu. Þorgerður Katrín leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum fyrir komandi kosningar. Get Outlook for iOSFoto: Sigurjón/Sigurjón Ólason Benedikt segir í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stuttu að hann hafi ekki hafnað 2. sæti á lista flokksins. Honum hafi boðist annað sæti síðastliðinn mánudag en hafi farið fram á að þeir sem hafi komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti,“ með því að hafa boðið honum neðsta sætið, bæðu hann afsökunar. „Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði,“ skrifar Benedikt en Þorgerður sagði í samtali við Vísi að samstarf hennar og Benedikts hafi ávallt verið gott. „Ég átti ýmist samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“ Benedikt greindi frá því í síðustu viku að honum hafi boðist heiðurssæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sagðist hafa afþakkað það „af augljósum ástæðum“ og kvaðst hann ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs en uppstillinganefnd sá um að raða upp á listana. „Benedikt var boðið heiðurssæti á þessum lista og honum var greint frá því með einhverjum fyrirvara. Eftir að þetta lá ljóst fyrir bauð uppstillinganefndin honum að vera í öðru sæti, og við skulum hafa það í huga að það eru sterkir þingmenn þarna líka,“ segir Þorgerður. „Benedikt var boðið annað sætið áður en hún lauk störfum sem hann afþakkaði.“ Hún segir að litið sé á annað sætið sem baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmunum. „Já, við stefnum að því. Við stefnum að því að tveimur til þremur þingmönnum í öllum kjördæmum á Suðvesturhorninu.“ Benedikt gagnrýndi það að ekki hafi verið efnt til prófkjörs þar sem fjöldi fólks sóttist eftir oddvitasæti á listum flokksins. „Uppstillingar hafa alltaf verið meginregla hjá flokknum frá upphafi og eru reyndar meginregla í samþykktum flokksins, sem að stofnendur hans ákváðu á sínum tíma,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Landshlutaráð flokksins í Reykjavík, sem telur um 70 manns, ákvað að raðað væri á lista flokksins í kjördæmunum með uppstillingum. Um 90 prósent ráðsmanna voru sammála því og í kjölfarið var efnt til tilnefninga í uppstillinganefnd. „Eftir að sá listi lá fyrir var hann borinn upp, samþykktur og þá fór nefndin að vinna þetta erfiða verkefni. Hvert skref hefur verið tekið með samþykktum grasrótarinnar,“ segir Þorgerður.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09