„Þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 22:40 Helena Sverrisdóttir á vítalínunni á Hlíðarenda í kvöld. VÍSIR/BÁRA „Við vildum gefa þeim fyrsta kjaftshöggið en vorum náttúrulega ekki alveg búnar undir að þær myndu bara skora eina körfu,“ sagði Helena Sverrisdóttir um ótrúlegan fyrsta leikhluta einvígis Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira