Assad endurkjörinn með 95,1 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 07:50 Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000. Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000.
Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent