Útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. maí 2021 11:31 Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra. Þetta er stórt reikningsdæmi, jafnvel þó við reiknum bara beinan efnahagslegan kostnað en ekki mannauðinn sem fer forgörðum og hamingjuna sem sólundast. Þó engin önnur rök en efnahagsleg væru fyrir því að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi þá vægju þau ansi þungt. En efnahagsrök eru langt frá því einu rökin. Við erum samfélag og sem slíku ber okkur skylda til að gæta hvert annars. Tölur frá Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Bjarkahlíð um þolendur kynbundis og kynferðislegs ofbeldis sem þangað leita ár hvert sýna stöðuna svart á hvítu. Og í þessum málaflokki þarf að breyta svo mörgu fleiru. Við verðum að gæta hagsmuna brotaþola í kynferðisbrotamálum betur, bæta reynslu þeirra af dómskerfinu og málsmeðferð þar sem brotaþoli er vitni í eigin máli og hefur því engan rétt á því að fylgjast með ferli málsins inni í dómskerfinu. Við verðum að fræða og beita forvörnum sem felast til dæmis í því að efla mannvirðingu og sporna gegn skaðlegum áhrifum af klámi og klámvæðingu, og hefja þá fræðslu snemma því kannanir sýna að aldur þeirra sem sjá klám í fyrsta sinn færist sífellt neðar, allt niður í sjö ára börn. Og við verðum að gera þetta saman, óháð flokkum eða stjórnmálaskoðunum því við getum og hljótum að vilja sameinast um þá hugmyndafræði að kynferðisofbeldi sé ekki líðandi í okkar samfélagi. Samantekt sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á dögunum sýnir að ríkisstjórnin hefur gert margt og markvisst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi síðustu fjögur ár. Þar má meðal annars nefna lög um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti, styrkveitingar til samtaka sem leggja brotaþolum lið eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta, Bjarkahlíðar og Bjarmahlíðar, fræðslustarf hefur verið eflt meðal annars með stofnun starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunnskólum, fjármagni veitt til að efla löggæslu í kringum meðferð kynferðisbrota og fullfjármögnuð aðgerðaráætlun kynnt um endurbætur á meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu sem snýr meðal annars að menntun lögreglufólks og ákærenda. Öll eru þessi mál gríðarlega mikilvæg og löngu tímabær. Bjartast er þó yfir þeirri staðreynd að fé hefur verið tryggt í forvarnir og áætlanir gerðar til fjögurra ára í senn í stað þess að tjalda til einnar nætur eins og því miður vill oft verða með átaksverkefni sem sprottin eru úr grasrót en ekki studd lengra. Sjálf hef ég hrint úr vör þremur átaksverkefnum sem miða að fræðslu og forvörnum, stuttfræðslumyndunum Fáðu já, Stattu með þér og Myndin af mér svo ég veit af eigin raun hversu mikilvægt er að slíkum verkefnum sé fylgt eftir inn í skólakerfið til lengri tíma með fjármagni og áætlunum. Sem hefur því miður ekki alltaf verið raunin. Glæsileg verkefni eins og Fávitar og Karlmennskan hafa til að mynda verið fjármögnuð til eins árs í senn, ef það. Skólarnir geta síðan valið hvort þeir veita þessa mikilvægu fræðslu eða ekki og það er oft á hendi sjálfboðaliða foreldrafélaga að ákveða að taka inn fræðslu þar sem skólunum sleppir. Það er grundvallaratriði að hægt sé að fylgja forvarnarátökum eftir ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi á Íslandi því fræðsla og forvarnir eru okkar helstu vopn í þessari baráttu. Nú eru í fyrsta sinn settar fram heildstæðar úrbætur sem byggja á forvörnum sem eru samþættar kennslu og starfi á öllum skólastigum, innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva og öðru æskulýðs- og tómstundastarfi. Það er mikilvægt að mínu mati að flokkur sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti að leiðarljósi haldi áfram að leiða þessa vinnu og þessvegna er ég komin í framboð, til að bjóða fram krafta mina í baráttunni gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi, til að svo megi verða. Það er örugglega ekkert töff eða vænlegt að vera eins máls kona í stjórnmálum en það er lífsnauðsynlegt að taka á þessum málum! Kannski byrja ég stjórnmálaferil minn á því að taka Kató gamla á þetta og enda allar mínar ræður og greinar á því framvegis að segja: að auki fer ég fram á að við útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi! Höfundur er frambjóðandi í fjórða sæti til alþingiskosninga fyrir Vinstri græn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra. Þetta er stórt reikningsdæmi, jafnvel þó við reiknum bara beinan efnahagslegan kostnað en ekki mannauðinn sem fer forgörðum og hamingjuna sem sólundast. Þó engin önnur rök en efnahagsleg væru fyrir því að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi þá vægju þau ansi þungt. En efnahagsrök eru langt frá því einu rökin. Við erum samfélag og sem slíku ber okkur skylda til að gæta hvert annars. Tölur frá Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Bjarkahlíð um þolendur kynbundis og kynferðislegs ofbeldis sem þangað leita ár hvert sýna stöðuna svart á hvítu. Og í þessum málaflokki þarf að breyta svo mörgu fleiru. Við verðum að gæta hagsmuna brotaþola í kynferðisbrotamálum betur, bæta reynslu þeirra af dómskerfinu og málsmeðferð þar sem brotaþoli er vitni í eigin máli og hefur því engan rétt á því að fylgjast með ferli málsins inni í dómskerfinu. Við verðum að fræða og beita forvörnum sem felast til dæmis í því að efla mannvirðingu og sporna gegn skaðlegum áhrifum af klámi og klámvæðingu, og hefja þá fræðslu snemma því kannanir sýna að aldur þeirra sem sjá klám í fyrsta sinn færist sífellt neðar, allt niður í sjö ára börn. Og við verðum að gera þetta saman, óháð flokkum eða stjórnmálaskoðunum því við getum og hljótum að vilja sameinast um þá hugmyndafræði að kynferðisofbeldi sé ekki líðandi í okkar samfélagi. Samantekt sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á dögunum sýnir að ríkisstjórnin hefur gert margt og markvisst í baráttunni gegn kynferðisofbeldi síðustu fjögur ár. Þar má meðal annars nefna lög um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti, styrkveitingar til samtaka sem leggja brotaþolum lið eins og Kvennaathvarfsins og Stígamóta, Bjarkahlíðar og Bjarmahlíðar, fræðslustarf hefur verið eflt meðal annars með stofnun starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunnskólum, fjármagni veitt til að efla löggæslu í kringum meðferð kynferðisbrota og fullfjármögnuð aðgerðaráætlun kynnt um endurbætur á meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu sem snýr meðal annars að menntun lögreglufólks og ákærenda. Öll eru þessi mál gríðarlega mikilvæg og löngu tímabær. Bjartast er þó yfir þeirri staðreynd að fé hefur verið tryggt í forvarnir og áætlanir gerðar til fjögurra ára í senn í stað þess að tjalda til einnar nætur eins og því miður vill oft verða með átaksverkefni sem sprottin eru úr grasrót en ekki studd lengra. Sjálf hef ég hrint úr vör þremur átaksverkefnum sem miða að fræðslu og forvörnum, stuttfræðslumyndunum Fáðu já, Stattu með þér og Myndin af mér svo ég veit af eigin raun hversu mikilvægt er að slíkum verkefnum sé fylgt eftir inn í skólakerfið til lengri tíma með fjármagni og áætlunum. Sem hefur því miður ekki alltaf verið raunin. Glæsileg verkefni eins og Fávitar og Karlmennskan hafa til að mynda verið fjármögnuð til eins árs í senn, ef það. Skólarnir geta síðan valið hvort þeir veita þessa mikilvægu fræðslu eða ekki og það er oft á hendi sjálfboðaliða foreldrafélaga að ákveða að taka inn fræðslu þar sem skólunum sleppir. Það er grundvallaratriði að hægt sé að fylgja forvarnarátökum eftir ef við ætlum að ná árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi á Íslandi því fræðsla og forvarnir eru okkar helstu vopn í þessari baráttu. Nú eru í fyrsta sinn settar fram heildstæðar úrbætur sem byggja á forvörnum sem eru samþættar kennslu og starfi á öllum skólastigum, innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva og öðru æskulýðs- og tómstundastarfi. Það er mikilvægt að mínu mati að flokkur sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti að leiðarljósi haldi áfram að leiða þessa vinnu og þessvegna er ég komin í framboð, til að bjóða fram krafta mina í baráttunni gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi, til að svo megi verða. Það er örugglega ekkert töff eða vænlegt að vera eins máls kona í stjórnmálum en það er lífsnauðsynlegt að taka á þessum málum! Kannski byrja ég stjórnmálaferil minn á því að taka Kató gamla á þetta og enda allar mínar ræður og greinar á því framvegis að segja: að auki fer ég fram á að við útrýmum kynferðisofbeldi á Íslandi! Höfundur er frambjóðandi í fjórða sæti til alþingiskosninga fyrir Vinstri græn í Reykjavík.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar