Spennt fyrir því að endurvekja Arctic Rafting Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 12:23 Tinna Sigurðardóttir, leiðsögukona og fjárfestir. Aðsend Leiðsögukonan og fjárfestirinn Tinna Sigurðardóttir hefur keypt flúðasiglingafélagið Arctic Rafting af ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Arctic Rafting hóf flúðasiglingar árið 1983 undir vörumerkinu Bátafólkið en félagið rann saman við Arctic Rafting árið 2005 þegar hið síðarnefnda var keypt af Torfa G Yngvasyni og Jóni Heiðari Andréssyni. Var félagið síðar fært undir vörumerkið Arctic Adventures. Tinna var þriðji starfsmaður þess félags árið 2006 og starfaði lengi sem sölustjóri og ævintýraleiðsögukona, að því er fram kemur í tilkynningu. Tinna hefur nú tekið við rekstrinum og fór með sinn fyrsta hóp í flúðasiglingu þann 1. maí síðastliðinn. Hún er með viðskiptafræðigráðu frá Griffith University í Ástralíu. Viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla „Indland og Nepal eiga sérstakan stað í hjarta hennar og þangað hefur hún árlega lagt leið sína í kajak- og flúðasiglingaferðir. Síðastliðin sumur hefur Tinna starfað við leiðsögn í flúðasiglingum í Noregi og á veturnar í göngum á Vatnajökli. Tinna er spennt að taka við Arctic Rafting og ætlar í mikla uppbyggingu þrátt fyrir að reikna ekki með stríðum straum erlendra ferðamanna þetta sumarið,“ segir í tilkynningu. Drumboddsstaðir í Bláskógabyggð eru bækistöðvar Arctic Rafting.Aðsend Bækistöðvar Arctic Rafting eru að Drumboddsstöðum í Bláskógabyggð og eru þær oftast kallaðar Drumbó. Í apríl lauk þar miklum endurbótum og í haust stefnir Tinna á frekari framkvæmdir. Kajak- og flúðasiglingar eru sagðar eiga hug hennar allan og er Tinna alveg viss um að það sé áhugi fyrir kajak-skóla á Drumbó. „Það er mikilvægt að það sé til góð aðstaða fyrir þann samheldna hóp sem myndar grasrótina í vatnssportinu. Ég vonast til að geta dreift þekkingu og jafnvel haldið straumvatnsmót í framtíðinni,“ segir Tinna. Hún segist vera bjartsýn á gott sumar, þrátt fyrir mikla óvissutíma og taka á móti fólki í kanó- og flúðasiglingar með bros á vör.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira