„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, kennari og varaformaður Brakkasamtakanna. Vísir/Einar Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir greindist með breytt BRCA 2-gen í maí í fyrra en konur með slíkt gen geta haft allt að 85 prósent líkur á að greinast með brjóstakrabbamein. Jóhanna, sem búsett er í Vestmannaeyjum, ákvað að fara í fyrirbyggjandi meðferð sem getur minnkað líkur á krabbameini niður í þrjú prósent. Hún hefur nú farið í brjóstnám, látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara, auk fleiri aðgerða. Á tæpu ári hefur hún þurft að fara átján sinnum til Reykjavíkur, sem hún segir að fylgi ferðakostnaður upp á hundruð þúsunda og vinnutap. „Og vinnutap hjá manninum mínum líka þar sem ég get kannski ekki keyrt bílinn heim, eftir aðgerðir sérstaklega,“ segir Jóhanna. „Kostnaðurinn er orðinn gríðarlega mikill og ég veit ekki í hverju hann endar.“ „Fáum bara þessar tvær ferðir“ Jóhanna býst við að þurfa að fara að minnsta kosti átta sinnum til Reykjavíkur í viðbót en Sjúkratryggingar niðurgreiða kostnað við tvær ferðir sjúklings á ári. „Þær sem velja að fara í fyrirbyggjandi ferli, og eru alveg pottþétt mikill sparnaður fyrir ríkið í staðinn fyrir að greinast með krabbamein, við fáum bara þessar tvær ferðir [niðurgreiddar].“ Hún kallar eftir því að ferðakostnaður verði niðurgreiddur frekar og að BRCA-konur í fyrirbyggjandi meðferð fái svokallað opið ferðavottorð. „Og margar ungar konur með lítil börn, áður en þær ákveða að fara í ferli, þá er stóra spurningin: Hef ég efni á því? Og það er það sorglegasta, að á Íslandi hugsir þú: Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Hrefna Eyþórsdóttir er sjúkraþjálfari og gjaldkeri Brakkasamtakanna.Vísir/Arnar Hrefna Eyþórsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Hún er einnig með breytt BRCA-gen, greindist með brjóstakrabbamein árið 2017 og fékk því ferðakostnað niðurgreiddan. Fyrir greiningu hugði hún á fyrirbyggjandi meðferð. „Eftir á að hyggja hefði ég þurft að meta það því ég var nýkomin með barn, nýkomin úr fæðingarorlofi, nýbúin að kaupa mér hús og við erum að tala um ferðakostnað upp á hundruð þúsunda. Ég veit dæmi um konur sem sáu eftir því að hafa farið því þær stóðu ekki undir kostnaði við ferðirnar.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira