Lífið

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Vísir/Baldur

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.

Lokaþátturinn var sýndu í þýsku sjónvarpi í kvöld og urðu Rúrik og atvinnudansarinn Renata Lusin hlutskörpust.

Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum „Dancing with the Stars“ en þeir hafa verið staðfærðir víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Í þeim dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara ýmsa dansstíla og stefnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.