Lífið

Sjáðu sigur­dansinn hans Rúriks

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rúrik mundar hér Mjölni, Þórshamarinn.
Rúrik mundar hér Mjölni, Þórshamarinn. rtl.de/skjáskot

Rúrik Gíslason, fótboltakappi og athafnamaður, sigraði Allir geta dansað í Þýskalandi í gær. Brá hann sér þar í líki þrumuguðsins Þórs, eða allavega Hollywood-útgáfuna af honum.

Rúrik hefur gengið afskaplega vel í keppninni ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Þau hafa meðal annars tryggt sér svokallað „Wild card“ í keppninni, það er að ekki var hægt að kjósa þau úr næsta þætti, og fengu þau fullt hús stiga oftar en einu sinni.

Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum „Dancing with the Stars“ en þeir hafa verið staðfærðir víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Í þáttunum dansa víðfrægir einstaklingar við atvinnudansara.


Tengdar fréttir

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×