Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 10:32 Frambjóðendurnir fjórir sem sækjast eftir oddvitasætum í tveimur gríðarstórum kjördæmum. Ljóst er að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Suður- og Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm - Håkon Broder Lund - Facebook Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Í Suðurkjördæmi hafa þau Vilhjálmur Árnason þingmaður og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, gefið kost á sér til þess að leiða lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Alls eru níu í framboði, þrjár konur og sex karlar, en í síðasta mánuði tilkynnti Páll Magnússon núverandi oddviti flokksins í kjördæminu að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Atkvæðagreiðsla fer fram á fjórtán kjörstöðum í kjördæminu. Allir opna þeir klukkan tíu og loka síðustu kjörstaðir, í Þorlákshöfn og Hveragerði, klukkan 19. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er stefnt að því að gefa fyrstu tölur um klukkan átta í kvöld. „Við erum bjartsýn á að klára talninguna milli tólf og eitt í nótt ef allt gengur að óskum,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður yfirkjörstjórnar. Viðbúið sé að atkvæði af nokkrum stöðum skili sér seinna í hús, til að mynda frá Höfn í Hornafirði, en hann býst við því að ferlið gæti klárast á sjö tímum. Báðir frambjóðendur bjartsýnir Í Norðausturkjördæmi sækjast einnig tveir eftir fyrsta sætinu, þeir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings. Kristján Þór Júlíusson sem hefur leitt lista flokksins í kjördæminu hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin eftir fjórtán ár á Alþingi. Líkt og í Suðurkjördæmi hafa níu gefið kost á sér í Norðausturkjördæmi og er kynjaskiptingin sú sama. Kjörstaðirnir eru fjórtán og opna allir klukkan tíu. Lengst er opið í Brekkuskóla á Akureyri til 18 en samkvæmt heimildum fréttastofu verða tölur úr talningu gefnar út tvisvar í kvöld; fyrstu tölur og lokatölur. Stefnt er að því að lokatölur liggi fyrir um miðnætti. Að mati Njáls Trausta hefur prófkjörsbaráttan verið róleg og málefnaleg undanfarnar vikur, en í samtali við fréttastofu í gær sögðust þeir Gauti og Njáll báðir vera bjartsýnir fyrir prófkjörið og vongóðir um að hreppa fyrsta sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Barist í hinu alltof stóra og skrítna Suðurkjördæmi Nokkur spenna er að myndast um það hver hreppir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. 28. maí 2021 12:14
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00